Ekki bara val milli Alberts og Sindra Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 06:30 Albert Hafsteinsson hefur verið í lykilhlutverk hjá ÍA í sumar. vísir/ernir Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun KSÍ ekki notast við sömu viðmið og í fyrra í kosningu leikmanna Pepsi-deildarinnar á efnilegasta leikmanni Íslandsmótsins. Þar til í fyrra var miðað við að leikmenn væru gjaldgengir í U21 árs landsliðið og brá leikmönnum deildarinnar því mikið þegar þeir máttu aðeins kjósa leikmenn fædda 1995 og yngri. Hvorki Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni, né Aron Elís Þrándarson, Víkingi, sem báðir áttu frábært sumar í fyrra voru gjaldgengir svo dæmi sé tekið. Elías Már Ómarsson, Keflvíkingur, var kosinn bestur og vel að því kominn, en hann fór svo í atvinnumennsku eftir tímabilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hefðu aðeins ellefu af þeim 31 leikmanni sem í gegnum tíðina hafa verið kosnir efnilegastir verið gjaldgengir undir þessum skilmálum. Leikmenn á borð við Hörð Sveinsson, Keflavík (kosinn efnilegastur 2005), og Birki Má Sævarsson, Val (kosinn efnilegastur 2006), voru báðir 22 ára þegar þeir voru valdir en enn gjaldgengir í U21 árs landsliðið. Hvort um hrein mistök hafi verið að ræða hjá KSÍ í fyrra er ekki vitað, en þessu verður breytt aftur í fyrra horf eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Aldurinn sem notast var við í fyrra hefði þrengt hringinn mikið í ár þar sem aðeins tveir leikmenn fæddir 1996 eða fyrr hafa spilað eitthvað af ráði í deildinni. Það eru Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, og Albert Hafsteinsson, miðjumaður ÍA. Báðir eru ágætlega vel að tilnefningunni komnir enda báðir staðið sig mjög vel, en þeir fá nú samkeppni frá leikmönnum í U21 árs liðinu á borð við Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki, Orra Sigurð Ómarsson, Val, Höskuld Gunnlaugsson, Breiðabliki, Böðvar Böðvarsson, FH, og Viðar Ara Jónsson, Fjölni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun KSÍ ekki notast við sömu viðmið og í fyrra í kosningu leikmanna Pepsi-deildarinnar á efnilegasta leikmanni Íslandsmótsins. Þar til í fyrra var miðað við að leikmenn væru gjaldgengir í U21 árs landsliðið og brá leikmönnum deildarinnar því mikið þegar þeir máttu aðeins kjósa leikmenn fædda 1995 og yngri. Hvorki Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni, né Aron Elís Þrándarson, Víkingi, sem báðir áttu frábært sumar í fyrra voru gjaldgengir svo dæmi sé tekið. Elías Már Ómarsson, Keflvíkingur, var kosinn bestur og vel að því kominn, en hann fór svo í atvinnumennsku eftir tímabilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hefðu aðeins ellefu af þeim 31 leikmanni sem í gegnum tíðina hafa verið kosnir efnilegastir verið gjaldgengir undir þessum skilmálum. Leikmenn á borð við Hörð Sveinsson, Keflavík (kosinn efnilegastur 2005), og Birki Má Sævarsson, Val (kosinn efnilegastur 2006), voru báðir 22 ára þegar þeir voru valdir en enn gjaldgengir í U21 árs landsliðið. Hvort um hrein mistök hafi verið að ræða hjá KSÍ í fyrra er ekki vitað, en þessu verður breytt aftur í fyrra horf eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Aldurinn sem notast var við í fyrra hefði þrengt hringinn mikið í ár þar sem aðeins tveir leikmenn fæddir 1996 eða fyrr hafa spilað eitthvað af ráði í deildinni. Það eru Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, og Albert Hafsteinsson, miðjumaður ÍA. Báðir eru ágætlega vel að tilnefningunni komnir enda báðir staðið sig mjög vel, en þeir fá nú samkeppni frá leikmönnum í U21 árs liðinu á borð við Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki, Orra Sigurð Ómarsson, Val, Höskuld Gunnlaugsson, Breiðabliki, Böðvar Böðvarsson, FH, og Viðar Ara Jónsson, Fjölni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira