Gluggakaupin gulls ígildi Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 06:00 fréttablaðið Félagaskiptaglugginn um mitt mót á Íslandi, sem stendur opinn frá 15.-31. júlí, hefur kannski sjaldan gert jafn mikið fyrir jafn mörg lið í Pepsi-deild karla og á þessu ári. Sumir „gluggakarlarnir“, eins og þeir eru stundum kallaðir, hafa skipt sköpum fyrir nokkur lið þó sum hafi keypt köttinn í sekknum eins og gerist og gengur. Fjórir erlendir leikmenn; þrír sem komu að utan og einn sem skipti um lið innanlands, gerðu heilmikið fyrir liðin sem þeir komu til. Þetta eru Daninn Kennie Chopart sem gekk í raðir Fjölnis, Serbinn Vladimir Tufegdzec sem kom til Víkings, Spánverjinn José Enrique, Sito, sem samdi við ÍBV og Trínidadinn Jonathan Glenn sem skipti frá ÍBV til Breiðabliks.Hélt titilbaráttunni á lífi Breiðablik er búið að vera í toppbaráttunni nánast allt Íslandsmótið, en þegar Jonathan Glenn kom frekar óvænt frá ÍBV var liðið í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir FH. Fátt var meira rætt í kringum Blikaliðið en hversu mikið það vantaði markaskorara þar sem Ellert Hreinsson stóð ekki undir væntingum. Glenn misnotaði dauðafæri gegn KR í fyrsta leik en fór svo á flug og er búinn að skora sjö mörk í átta leikjum. Hann einn tryggði Breiðabliki sex dýrmæt stig með mörkum í tveimur 1-0 sigrum á Stjörnunni og Val á útivelli.Skelfilegur en svo frábær Það getur verið stutt á milli í fótboltanum. Daninn Kennie Chopart, sem var öflugur með Stjörnunni í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum, leit skelfilega út hjá Fjölni í fyrsta leik sem liðið tapaði, 4-0, í Vestmannaeyjum. Einhverjir héldu að Fjölnir hefði keypt köttinn í sekknum svo var reyndar ekki. Chopart hefur síðan þá skorað fimm mörk í átta leikjum og er stór ástæða þess að Fjölnismenn eiga enn möguleika á Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn byggðu leik sinn á sterkri vörn framan af, en með Chopart sem neistann í framlínunni skorar Fjölnir nú meira en nokkru sinni fyrr og stefnir hraðbyri að markmiði sínu að ná að minnsta kosti fimmta sæti.Rosaleg frumraun Víkingar hafa oft látið meira að sér kveða í félagaskiptaglugganum þegar illa hefur gengið. Liðið var í ruglinu eftir hálft mót; með níu stig í tíunda sæti og gat varla keypt sér sigur. Milos Milojevic tók við þjálfun liðsins og horfði heim til Serbíu. Hann vissi af 24 ára gömlum framherja sem byrjaði á því að skora eitt mark og leggja upp önnur fjögur eftir að koma inn á sem varamaður í hálfleik gegn Keflavík. Í heildina er Tufegdzic búinn að skora þrjú mörk í níu leikjum, en hann tryggði liðinu stig með marki undir lok leiks á útivelli gegn Stjörnunni. Hraði hans og styrkur hefur gætt sóknarleik Víkings nýju lífi og þurftu Víkingar svo sannarlega á því að halda.Spænskir töfrar ÍBV er ekki sloppið við fall, en það er í góðri stöðu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið var í ellefta sæti með átta stig þegar mótið var hálfnað, en þá mætti Spánverjinn José Enrique, Sito, til leiks. Hann byrjaði á því að skora tvö mörk í fyrsta leik gegn Fjölni í sigurleik og bætti við öðrum tveimur gegn Leikni í mikilvægum sigri í fallslag í Breiðholti. Í heildina er hann búinn að skora sex mörk í níu leikjum og haldi ÍBV sér uppi – sem allar líkur eru á – getur liðið að stórum hluta þakkað Sito fyrir það. ÍBV hefur ekki tapað leik sem Sito hefur skorað í.Kettir í sekk Ekki heppnast öll kaup eins og gerist og gengur. Það getur verið dýrkeypt í fallbaráttunni eins og Keflavík og Leiknir geta vitnað um. Keflavík fékk reyndar norska framherjann Martin Hummervoll sem er góður spilari og ljósið í myrkrinu í Bítlabænum. Aðrir leikmenn á borð við Farid Zato, Chuck og enska varnarmanninn Paul Bignot hafa engan veginn heppnast. Liðið er nálægt því að verða það slakasta í sögu tólf liða deildar. Leiknismenn þurftu ekkert meira en framherja þar sem þeir sem komu til liðsins fyrir tímabilið klikkuðu algjörlega. Veðjað var á Hollendinginn Danny Schreurs sem skilaði ekki einu marki í sjö leikjum. Hann klúðraði hverju dauðafærinu á fætur öðru og nú er búið að senda hann heim fyrir agabrot. Leiknismenn eru líklegir til að fylgja Keflavík niður um deild. Schreurs verður ekki kennt alfarið um það, en hann stóð ekki undir væntingum og var svo sannarlega kötturinn í sekknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Félagaskiptaglugginn um mitt mót á Íslandi, sem stendur opinn frá 15.-31. júlí, hefur kannski sjaldan gert jafn mikið fyrir jafn mörg lið í Pepsi-deild karla og á þessu ári. Sumir „gluggakarlarnir“, eins og þeir eru stundum kallaðir, hafa skipt sköpum fyrir nokkur lið þó sum hafi keypt köttinn í sekknum eins og gerist og gengur. Fjórir erlendir leikmenn; þrír sem komu að utan og einn sem skipti um lið innanlands, gerðu heilmikið fyrir liðin sem þeir komu til. Þetta eru Daninn Kennie Chopart sem gekk í raðir Fjölnis, Serbinn Vladimir Tufegdzec sem kom til Víkings, Spánverjinn José Enrique, Sito, sem samdi við ÍBV og Trínidadinn Jonathan Glenn sem skipti frá ÍBV til Breiðabliks.Hélt titilbaráttunni á lífi Breiðablik er búið að vera í toppbaráttunni nánast allt Íslandsmótið, en þegar Jonathan Glenn kom frekar óvænt frá ÍBV var liðið í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir FH. Fátt var meira rætt í kringum Blikaliðið en hversu mikið það vantaði markaskorara þar sem Ellert Hreinsson stóð ekki undir væntingum. Glenn misnotaði dauðafæri gegn KR í fyrsta leik en fór svo á flug og er búinn að skora sjö mörk í átta leikjum. Hann einn tryggði Breiðabliki sex dýrmæt stig með mörkum í tveimur 1-0 sigrum á Stjörnunni og Val á útivelli.Skelfilegur en svo frábær Það getur verið stutt á milli í fótboltanum. Daninn Kennie Chopart, sem var öflugur með Stjörnunni í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum, leit skelfilega út hjá Fjölni í fyrsta leik sem liðið tapaði, 4-0, í Vestmannaeyjum. Einhverjir héldu að Fjölnir hefði keypt köttinn í sekknum svo var reyndar ekki. Chopart hefur síðan þá skorað fimm mörk í átta leikjum og er stór ástæða þess að Fjölnismenn eiga enn möguleika á Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn byggðu leik sinn á sterkri vörn framan af, en með Chopart sem neistann í framlínunni skorar Fjölnir nú meira en nokkru sinni fyrr og stefnir hraðbyri að markmiði sínu að ná að minnsta kosti fimmta sæti.Rosaleg frumraun Víkingar hafa oft látið meira að sér kveða í félagaskiptaglugganum þegar illa hefur gengið. Liðið var í ruglinu eftir hálft mót; með níu stig í tíunda sæti og gat varla keypt sér sigur. Milos Milojevic tók við þjálfun liðsins og horfði heim til Serbíu. Hann vissi af 24 ára gömlum framherja sem byrjaði á því að skora eitt mark og leggja upp önnur fjögur eftir að koma inn á sem varamaður í hálfleik gegn Keflavík. Í heildina er Tufegdzic búinn að skora þrjú mörk í níu leikjum, en hann tryggði liðinu stig með marki undir lok leiks á útivelli gegn Stjörnunni. Hraði hans og styrkur hefur gætt sóknarleik Víkings nýju lífi og þurftu Víkingar svo sannarlega á því að halda.Spænskir töfrar ÍBV er ekki sloppið við fall, en það er í góðri stöðu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið var í ellefta sæti með átta stig þegar mótið var hálfnað, en þá mætti Spánverjinn José Enrique, Sito, til leiks. Hann byrjaði á því að skora tvö mörk í fyrsta leik gegn Fjölni í sigurleik og bætti við öðrum tveimur gegn Leikni í mikilvægum sigri í fallslag í Breiðholti. Í heildina er hann búinn að skora sex mörk í níu leikjum og haldi ÍBV sér uppi – sem allar líkur eru á – getur liðið að stórum hluta þakkað Sito fyrir það. ÍBV hefur ekki tapað leik sem Sito hefur skorað í.Kettir í sekk Ekki heppnast öll kaup eins og gerist og gengur. Það getur verið dýrkeypt í fallbaráttunni eins og Keflavík og Leiknir geta vitnað um. Keflavík fékk reyndar norska framherjann Martin Hummervoll sem er góður spilari og ljósið í myrkrinu í Bítlabænum. Aðrir leikmenn á borð við Farid Zato, Chuck og enska varnarmanninn Paul Bignot hafa engan veginn heppnast. Liðið er nálægt því að verða það slakasta í sögu tólf liða deildar. Leiknismenn þurftu ekkert meira en framherja þar sem þeir sem komu til liðsins fyrir tímabilið klikkuðu algjörlega. Veðjað var á Hollendinginn Danny Schreurs sem skilaði ekki einu marki í sjö leikjum. Hann klúðraði hverju dauðafærinu á fætur öðru og nú er búið að senda hann heim fyrir agabrot. Leiknismenn eru líklegir til að fylgja Keflavík niður um deild. Schreurs verður ekki kennt alfarið um það, en hann stóð ekki undir væntingum og var svo sannarlega kötturinn í sekknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira