Fótbolti

Neymar ræddi við Manchester United í sumar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Neymar er nýkominn af stað á ný eftir að hafa verið með hettusótt í upphafi tímabilsins.
Neymar er nýkominn af stað á ný eftir að hafa verið með hettusótt í upphafi tímabilsins. Vísir/getty
Brasilíska stórstjarnan Neymar sem leikur með Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni staðfesti í samtali við ESPN í gær að hann hefði rætt við Manchester United í sumar.

Enska félagið var óvænt orðað við hinn 23 árs gamla Neymar sem hóf sitt þriðja tímabil í herbúðum Barcelona í haust.

Átti hann átti stóran hlut í góðum árangri Barcelona á síðasta tímabili er liðið vann þrjá stærstu bikarana, spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina.

„Við ræddum við félagið en málið fór ekkert lengra en það. Ég heyrði að það hefði verið lagt fram tilboð en það kom aldrei inn á borðið til mín. Ég velti mér lítið upp úr þessu, ég er að einbeita mér að komast á pall á Ballon d'Or verðlaununum í lok ársins.“

Gera má ráð fyrir að hann verði í eldlínunni með Barcelona gegn Las Palmas á laugardaginn en leikmenn Barcelona vilja eflaust bæta upp fyrir óvænt tap 1-4 gegn Celta Vigo í vikunni. Leikurinn hefst 14:00 og verður í beinni útsendingu á Bravó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×