Viðskipti innlent

66°Norður opnar verslun á Strikinu

Atli Ísleifsson skrifar
Aldís Arnardóttir, rekstrarstjóri verslunarsviðs 66°Norður, í dyrunum á versluninni.
Aldís Arnardóttir, rekstrarstjóri verslunarsviðs 66°Norður, í dyrunum á versluninni. Vísir/66°Norður
66°Norður opnaði verslun á Strikinu í Kaupmannahöfn í dag. Verslunin er í verslunarhúsnæði á Østergarde 6 á Strikinu, skammt frá Kongengs Nytorv.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að húsið hafi verið byggt árið 1826 og sé því heilum 100 árum eldra en 66°Norður sem var stofnað árið 1926 á Suðureyri.

Verslunin er um 90 fermetrar að stærð og stefnt er að því að bjóða upp á vinsælustu vörur íslenska fataframleiðandans þar. Þetta er önnur verslun 66°Norður í miðborg Kaupmannahafnar en fyrirtækið rekur fyrir verslun í Sværtegade í miðborg Kaupmannahafnar.

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir ,opnun verslunarinnar vera rökrétt næsta skref eftir góðar viðtökur vörumerkisins í Danmörku. „Þrátt fyrir nálægð verslananna þá er um ólíka markhópa að ræða. Heimamenn versla meira í Sværtegade, sem er hliðargata í miðborg Kaupmannahafnar, en ferðamenn koma meira á Strikið. Það hefur verið mikill vöxtur í verslun með fatnað á Strikinu og þar hafa margar lúxusverslanir opnað að undanförnu og má þar nefna Louis Vitton, Cucci og Hermes.“

Mynd/66°Norður

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×