Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Valur 1-0 | Draumamark Arnars sá um Valsmenn Kristinn Páll Teitsson á Norðurálsvellinum skrifar 26. september 2015 18:00 Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Skagamanna á Keflavík í síðustu umferð. vísir/ernir Draumamark Arnars Más Guðjónssonar skyldi liðin að í 1-0 sigri ÍA á Val í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Aðstæður voru erfiðar, mikið rok á Akranesi í dag en sigurmark leiksins kom þegar Arnar Már nýtti sér rokið og skoraði með skoti frá miðju. Liðin höfðu ekki að miklu að keppa í dag en Valsmenn höfðu þegar tryggt sér Evrópusæti og Skagamenn voru sloppnir við fall eftir 4-0 sigur á Keflavík í síðustu umferð. Aðstæðurnar voru erfiðar upp á Skaga í dag, töluvert rok sem átti heldur betur eftir að hafa áhrif á leikinn. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og höfðu fyrir vikið töluverða yfirburði í hálfleiknum en þeim gekk illa að skapa sér færi. Fengu Valsmenn besta færi fyrri hálfleiks í upphafi leiksins þegar Sigurður Egill Lárusson lék á Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA en Gylfa Veigari Gylfasyni tókst að hreinsa á línu á síðustu stundu. Leikmenn ÍA reyndu að nýta sér vindinn og reyndi töluvert á Anton Ara Einarsson sem stóð vaktina í marki Valsmanna í stað Ingvars Þórs Kale. Kom eina mark fyrri hálfleiksins einmitt þegar Arnar Már Guðjónsson skoraði með skoti úr miðjuboganum. Sá hann að Anton var of framarlega í markinu og lét vaða úr miðjuboganum og sigldi boltinn yfir Anton í markinu. Fyrir utan fína aukaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni tókst Valsmönnum vel að loka á sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik og fóru inn í hálfleik í stöðunni 0-1. Í seinni hálfleik léku Valsmenn með vindinn í bakið og voru með undirtökin allt frá fyrstu mínútu en Skagamönnum tókst vel að loka á sóknarlotur Valsmanna sem einkenndust fyrir vikið af langskotum. Áttu Kristinn Freyr Sigurðsson, Haukur Páll Sigurðsson og Emil Atlason allir fínar tilraunir en liðinu gekk illa að skapa sér marktækifæri gegn sterkri vörn heimamanna. Skagamenn fengu sannkallað dauðafæri til þess að gera út um leikinn átta mínútum fyrir leikslok þegar Gunnar Jarl Jónsson, góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu fyrir brot innan vítateigs Valsmanna. Garðar Bergmann Gunnlaugsson steig á punktinn en hann setti vítið í slánna og gaf gestunum von um að þeir gætu enn fengið eitthvað úr þessu. Valsmenn reyndu að færa sig framar á völlinn seinustu mínútur leiksins en þeim tókst ekki að jafna metin og lauk leiknum með 1-0 sigri Skagamanna.Jón Þór: Arnar getur galdrað svona hluti fram „Við tryggðum sæti okkar um síðustu helgi en þetta er mikilvægur sigur. Þetta er fjórði leikurinn í röð sem við höldum hreinu í og strákarnir eiga hrós skilið fyrir frábæran karakter,“ sagði Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari ÍA, sáttur eftir leikinn. Jón Þór fann ekki neinu kæruleysi hjá leikmönnum ÍA eftir að hafa tryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni í síðasta leik. „Það var að litlu að keppa en strákarnir sýndu góðan karakter. Undirbúningurinn gekk vel og við vildum allir ná í þrjú stig og það var ekki jafn erfitt að fá leikmennina í gír og maður hefði haldið.“ Aðstæður voru erfiðar á Norðurálsvellinum í dag, rok setti strik sitt í reikninginn. „Það voru erfiðar aðstæður en leikmönnum tókst vel að takast á við þetta. Við reyndum að halda boltanum niðri þegar við lékum gegn vindi og mér fannst strákarnir leysa það vel. Við áttum ágætis kafla í ansi erfiðum aðstæðum.“ Jón Þór var ánægður með sigurmark leiksins sem var í glæsilegri kantinum. „Þetta er bara í eðli hans, hann þarf ekkert að æfa þetta því hann getur galdrað þetta fram. Hann sýndi það og sannaði í dag.“Ólafur: Ekki mikill fótbolti leikinn í leiknum í dag „Það er alltaf fúlt að tapa en það var ekki mikill fótbolti í þessum leik vegna aðstæðanna,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, svekktur eftir leikinn. „Við vissum að það yrði rok og við bjuggumst við rigningu svo við vorum undirbúnir fyrir að þetta yrði tvískipt, við myndum sækja í öðrum hálfleiknum og verjast í hinum.“ Ólafur var fúll yfir því að ná ekki að setja mark á Skagamenn en Valur fékk betri færi í fyrri hálfleik þegar þeir léku gegn vindi. „Við vorum að fá fín færi í fyrri hálfleik, dauðafæri í upphafi leiks en við lentum í vandræðum að spila undan slíkum vindi. Menn eru að skjóta langt utan af velli og þetta var bara spurning hvort menn myndu hitta á markið.“ Anton Ari Einarsson fékk tækifærið í marki Valsmanna í dag en hann lenti í töluverðum vandræðum í fyrri hálfleik. Kom sigurmark leiksins einmitt úr langskoti sem fór yfir Anton. „Það var erfitt fyrir alla að vera inná en það voru bæði liðin að spila í sama veðri og þetta datt þeirra megin í dag. Þessi mörk koma í roki, hann hitti hann vel og vindurinn hjálpaði honum. Það er lýsandi fyrir rokleik.“ Ólafur óskaði að lokum FH til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn en hann var á sínum tíma þjálfari liðsins. „Ég er ánægður að ef við urðum ekki meistarar tóku þeir þetta og ég vill bara óska þeim til hamingju með það.“Arnar Már: Þetta var allan daginn skot „Þetta var frábær sigur, aðstæðurnar voru erfiðar sem gerði þetta enn sætara,“ sagði Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn. ÍA vann 1-0 sigur í afar erfiðum aðstæðum á Akranesi í dag. „Þetta var ógeðslega erfitt ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat samt nýtt mér aðstæðurnar í fyrri hálfleik í markinu. Boltinn var mikið útaf og markmennirnir að ströggla. Þetta var ekkert fallegur fótbolti.“ Arnar segir að undirbúningurinn í vikunni hefði verið góður. „Það var örlítið öðruvísi undirbúningur fyrir þennan leik en Gulli hélt okkur á jörðinni og hélt góða fundi í vikunni. Hann benti okkur á hluti sem við gætum nýtt okkur í leiknum og það virkaði greinilega vel.“ Arnar skoraði sigurmarkið með skoti úr miðjuboganum en hann var ekki lengi að svara hvort þetta hefði verið skot. „Allan daginn, við ræddum fyrir leikinn að nýta tækifæri að nota vindinn og það tókst þarna.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Draumamark Arnars Más Guðjónssonar skyldi liðin að í 1-0 sigri ÍA á Val í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Aðstæður voru erfiðar, mikið rok á Akranesi í dag en sigurmark leiksins kom þegar Arnar Már nýtti sér rokið og skoraði með skoti frá miðju. Liðin höfðu ekki að miklu að keppa í dag en Valsmenn höfðu þegar tryggt sér Evrópusæti og Skagamenn voru sloppnir við fall eftir 4-0 sigur á Keflavík í síðustu umferð. Aðstæðurnar voru erfiðar upp á Skaga í dag, töluvert rok sem átti heldur betur eftir að hafa áhrif á leikinn. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og höfðu fyrir vikið töluverða yfirburði í hálfleiknum en þeim gekk illa að skapa sér færi. Fengu Valsmenn besta færi fyrri hálfleiks í upphafi leiksins þegar Sigurður Egill Lárusson lék á Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA en Gylfa Veigari Gylfasyni tókst að hreinsa á línu á síðustu stundu. Leikmenn ÍA reyndu að nýta sér vindinn og reyndi töluvert á Anton Ara Einarsson sem stóð vaktina í marki Valsmanna í stað Ingvars Þórs Kale. Kom eina mark fyrri hálfleiksins einmitt þegar Arnar Már Guðjónsson skoraði með skoti úr miðjuboganum. Sá hann að Anton var of framarlega í markinu og lét vaða úr miðjuboganum og sigldi boltinn yfir Anton í markinu. Fyrir utan fína aukaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni tókst Valsmönnum vel að loka á sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik og fóru inn í hálfleik í stöðunni 0-1. Í seinni hálfleik léku Valsmenn með vindinn í bakið og voru með undirtökin allt frá fyrstu mínútu en Skagamönnum tókst vel að loka á sóknarlotur Valsmanna sem einkenndust fyrir vikið af langskotum. Áttu Kristinn Freyr Sigurðsson, Haukur Páll Sigurðsson og Emil Atlason allir fínar tilraunir en liðinu gekk illa að skapa sér marktækifæri gegn sterkri vörn heimamanna. Skagamenn fengu sannkallað dauðafæri til þess að gera út um leikinn átta mínútum fyrir leikslok þegar Gunnar Jarl Jónsson, góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu fyrir brot innan vítateigs Valsmanna. Garðar Bergmann Gunnlaugsson steig á punktinn en hann setti vítið í slánna og gaf gestunum von um að þeir gætu enn fengið eitthvað úr þessu. Valsmenn reyndu að færa sig framar á völlinn seinustu mínútur leiksins en þeim tókst ekki að jafna metin og lauk leiknum með 1-0 sigri Skagamanna.Jón Þór: Arnar getur galdrað svona hluti fram „Við tryggðum sæti okkar um síðustu helgi en þetta er mikilvægur sigur. Þetta er fjórði leikurinn í röð sem við höldum hreinu í og strákarnir eiga hrós skilið fyrir frábæran karakter,“ sagði Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari ÍA, sáttur eftir leikinn. Jón Þór fann ekki neinu kæruleysi hjá leikmönnum ÍA eftir að hafa tryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni í síðasta leik. „Það var að litlu að keppa en strákarnir sýndu góðan karakter. Undirbúningurinn gekk vel og við vildum allir ná í þrjú stig og það var ekki jafn erfitt að fá leikmennina í gír og maður hefði haldið.“ Aðstæður voru erfiðar á Norðurálsvellinum í dag, rok setti strik sitt í reikninginn. „Það voru erfiðar aðstæður en leikmönnum tókst vel að takast á við þetta. Við reyndum að halda boltanum niðri þegar við lékum gegn vindi og mér fannst strákarnir leysa það vel. Við áttum ágætis kafla í ansi erfiðum aðstæðum.“ Jón Þór var ánægður með sigurmark leiksins sem var í glæsilegri kantinum. „Þetta er bara í eðli hans, hann þarf ekkert að æfa þetta því hann getur galdrað þetta fram. Hann sýndi það og sannaði í dag.“Ólafur: Ekki mikill fótbolti leikinn í leiknum í dag „Það er alltaf fúlt að tapa en það var ekki mikill fótbolti í þessum leik vegna aðstæðanna,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, svekktur eftir leikinn. „Við vissum að það yrði rok og við bjuggumst við rigningu svo við vorum undirbúnir fyrir að þetta yrði tvískipt, við myndum sækja í öðrum hálfleiknum og verjast í hinum.“ Ólafur var fúll yfir því að ná ekki að setja mark á Skagamenn en Valur fékk betri færi í fyrri hálfleik þegar þeir léku gegn vindi. „Við vorum að fá fín færi í fyrri hálfleik, dauðafæri í upphafi leiks en við lentum í vandræðum að spila undan slíkum vindi. Menn eru að skjóta langt utan af velli og þetta var bara spurning hvort menn myndu hitta á markið.“ Anton Ari Einarsson fékk tækifærið í marki Valsmanna í dag en hann lenti í töluverðum vandræðum í fyrri hálfleik. Kom sigurmark leiksins einmitt úr langskoti sem fór yfir Anton. „Það var erfitt fyrir alla að vera inná en það voru bæði liðin að spila í sama veðri og þetta datt þeirra megin í dag. Þessi mörk koma í roki, hann hitti hann vel og vindurinn hjálpaði honum. Það er lýsandi fyrir rokleik.“ Ólafur óskaði að lokum FH til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn en hann var á sínum tíma þjálfari liðsins. „Ég er ánægður að ef við urðum ekki meistarar tóku þeir þetta og ég vill bara óska þeim til hamingju með það.“Arnar Már: Þetta var allan daginn skot „Þetta var frábær sigur, aðstæðurnar voru erfiðar sem gerði þetta enn sætara,“ sagði Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn. ÍA vann 1-0 sigur í afar erfiðum aðstæðum á Akranesi í dag. „Þetta var ógeðslega erfitt ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat samt nýtt mér aðstæðurnar í fyrri hálfleik í markinu. Boltinn var mikið útaf og markmennirnir að ströggla. Þetta var ekkert fallegur fótbolti.“ Arnar segir að undirbúningurinn í vikunni hefði verið góður. „Það var örlítið öðruvísi undirbúningur fyrir þennan leik en Gulli hélt okkur á jörðinni og hélt góða fundi í vikunni. Hann benti okkur á hluti sem við gætum nýtt okkur í leiknum og það virkaði greinilega vel.“ Arnar skoraði sigurmarkið með skoti úr miðjuboganum en hann var ekki lengi að svara hvort þetta hefði verið skot. „Allan daginn, við ræddum fyrir leikinn að nýta tækifæri að nota vindinn og það tókst þarna.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira