Jordan Spieth fékk 1,7 milljón fyrir hverja holu á árinu 2015 Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 10:45 Jordan Spieth á fyrir salti í grautinn og rúmlega það. vísir/getty Jordan Spieth, sigurvegari á Masters-mótinu og US Open í golfi þetta árið, fagnaði sigri á síðasta PGA-móti ársins í gær og vann um leið Fed Ex-bikarinn. Þessi ótrúlegi 22 ára gamli kylfingur frá Texas hirti um leið efsta sæti heimslistans af Jason Day þar sem Ástralinn endaði í tíunda sæti á Coca Cola-mótinu í gær. Spieth, sem vann fimm mót á árinu, fékk 1,485 milljón dollara fyrir sigurinn í gær fyrir utan tíu milljóna dollara bónusinn sem menn fá fyrir að vinna Fed Ex-bikarinn. Í heildina vann Spieth sér inn rétt ríflega 22 milljónir dollara á tímabilinu og hefur nú fengið 31 milljón á ferlinum. Enginn kylfingur í sögunni hefur unnið sér inn svo mikið á hans aldri. Hann setti met á árinu yfir tekjur á mótum fyrir utan tíu milljóna bónusinn. Tólf milljónirnar sem hann fékk eru einni milljón meira en met Vijay Singh frá árinu 2004. Spieth er yngsti maðurinn til að vinna fimm mót á einu og sama árinu síðan Horton Smith gerði það 21 árs árið 1929. Sem fyrr segir var heildarverðlaunafé Spieths á tímabilinu 2,8 milljarðar króna. Þegar því er deilt niður, eins og USA Today gerir, má sjá að Spieth vann sér inn 1,7 milljónir króna á hverri einustu holu sem hann spilaði og hvert högg var 466 þúsund króna virði.Tekjur Jordans Spieths: Heildartekjur: 2,8 milljarðar króna Fyrir hvert mót: 113 milljónir Fyrir hvern hring: 33 milljónir Fyrir hverja holu: 1,7 milljón Fyrir hvert högg: 466 þúsund Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Jordan Spieth, sigurvegari á Masters-mótinu og US Open í golfi þetta árið, fagnaði sigri á síðasta PGA-móti ársins í gær og vann um leið Fed Ex-bikarinn. Þessi ótrúlegi 22 ára gamli kylfingur frá Texas hirti um leið efsta sæti heimslistans af Jason Day þar sem Ástralinn endaði í tíunda sæti á Coca Cola-mótinu í gær. Spieth, sem vann fimm mót á árinu, fékk 1,485 milljón dollara fyrir sigurinn í gær fyrir utan tíu milljóna dollara bónusinn sem menn fá fyrir að vinna Fed Ex-bikarinn. Í heildina vann Spieth sér inn rétt ríflega 22 milljónir dollara á tímabilinu og hefur nú fengið 31 milljón á ferlinum. Enginn kylfingur í sögunni hefur unnið sér inn svo mikið á hans aldri. Hann setti met á árinu yfir tekjur á mótum fyrir utan tíu milljóna bónusinn. Tólf milljónirnar sem hann fékk eru einni milljón meira en met Vijay Singh frá árinu 2004. Spieth er yngsti maðurinn til að vinna fimm mót á einu og sama árinu síðan Horton Smith gerði það 21 árs árið 1929. Sem fyrr segir var heildarverðlaunafé Spieths á tímabilinu 2,8 milljarðar króna. Þegar því er deilt niður, eins og USA Today gerir, má sjá að Spieth vann sér inn 1,7 milljónir króna á hverri einustu holu sem hann spilaði og hvert högg var 466 þúsund króna virði.Tekjur Jordans Spieths: Heildartekjur: 2,8 milljarðar króna Fyrir hvert mót: 113 milljónir Fyrir hvern hring: 33 milljónir Fyrir hverja holu: 1,7 milljón Fyrir hvert högg: 466 þúsund
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira