Fótbolti

Messi gæti komið fyrr til baka en reiknað var með

Tómas Þór Þórðarson skrifar
"Lagi með þig, gamli?“
"Lagi með þig, gamli?“ vísir/getty
Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, verður ekki frá í tvo mánuði eins og fyrst var reiknað með ef marka má orð Donato Villani, læknis argentínska landsliðsins.

Messi skaddaði liðband í vinstra hné á dögunum og töldu læknar Barcelona að hann þurfti að fara í aðgerð og vera frá í sjö til átta vikur.

„Þetta eru ekki meiðsli sem þarfnast aðgerðar. Hann jafnar sig með smá hvíld sem fyrsta skref og svo með hjálp hreyfingarfræði,“ segir Villani í viðtali við argentínska dagblaðið Daily Ole.

„Ég hef þekkt Leo í mörg ár og veit að hann verður tilbúinn að koma aftur á sem skemmstum tíma, mögulega fyrir dagsetninguna sem fyrst var rætt um.“

„Það tekur liðbandið sex til átta vikur að komast í lag og eftir það getur Messi byrjað að spila aftur vandræðalaust,“ segir Villani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×