Birgir Leifur lék undir pari á fyrsta hring í Kasakstan Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2015 09:00 Birgir Leifur. Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kasakstan. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari, fékk alls fjóra fugla á fyrsta hringnum í morgun en hann tapaði tveimur höggum á par 5 holum. Verðlaunaféð á þessu móti er mun hærra en á sambærilegum mótum á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Alls lék Birgir á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Er hann þessa stundina í 18. sæti en besta skorið hingað til á danski kylfingurinn Joachim B. Hansen sem lauk leik á 63 höggum, alls níu höggum undir pari. Er þetta sjöunda mótið sem Birgir tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili en hann berst um að komast ofar á stigalistanum fyrir lokamótin. Er hann eins og staðan er í 88. sæti en það þýðir að hann myndi fara inn á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á næsta tímabili. Þeir kylfingar sem enda í efstu 70. sætunum á Áskorendamótaröðinni fá keppnisrétt á næsta ár en þeir sem lenda í sætum 71-120. fá nánast fullan keppnisrétt. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kasakstan. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari, fékk alls fjóra fugla á fyrsta hringnum í morgun en hann tapaði tveimur höggum á par 5 holum. Verðlaunaféð á þessu móti er mun hærra en á sambærilegum mótum á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Alls lék Birgir á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Er hann þessa stundina í 18. sæti en besta skorið hingað til á danski kylfingurinn Joachim B. Hansen sem lauk leik á 63 höggum, alls níu höggum undir pari. Er þetta sjöunda mótið sem Birgir tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili en hann berst um að komast ofar á stigalistanum fyrir lokamótin. Er hann eins og staðan er í 88. sæti en það þýðir að hann myndi fara inn á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á næsta tímabili. Þeir kylfingar sem enda í efstu 70. sætunum á Áskorendamótaröðinni fá keppnisrétt á næsta ár en þeir sem lenda í sætum 71-120. fá nánast fullan keppnisrétt.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira