Fótbolti

Miðasala á Ísland - Lettland hefst á morgun

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fyrir leik Íslands og Kasakstan.
Fyrir leik Íslands og Kasakstan. Vísir/Vilhelm
Miðasala á landsleik Íslands og Lettlands hefst í hádeginu á morgun en um er að ræða síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á lokakeppninni með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á dögunum.

Ísland er í 1. sæti A-riðilsins eftir átta umferðir með 19 stig eftir átta leiki en Ísland komst á dögunum í fyrsta sinn í lokakeppni á stórmóti í karlaflokki. Síðustu tveir leikir liðsins eru gegn Lettlandi á Laugardalsvelli og gegn Tyrklandi ytra.

Þrátt fyrir að sætið á lokakeppni EM sé tryggt geta Strákarnir okkar með sigri skotist ofar á styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins en farið er eftir honum þegar raðað er í styrkleikaflokkana áður en dregið er í riðlakeppni EM næsta sumar.

 

Samkvæmt heimasíðu KSÍ eru 5000 miðar í boði á leikinn og hefst miðasala í hádeginu á morgun á midi.is klukkan 12:00. Miðaverð er frá 2.500 krónum og upp í 5.500.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×