Úti að ganga í myrkrinu í úthverfunum Magnús Guðmundsson skrifar 11. september 2015 11:30 Hallgrímur Helgason og Lukka ganga saman í skammdegismyrkri úthverfanna. Visir/Vilhelm Fyrir utan húsið þitt um nótt á meðan þú sefur stendur listamaður og málar af því mynd Hann málar það á myrkur leggur lit á nóttina utanverða Reynir með fálmandi pensilhreyfingum (sem minna á hárfínar gárur girnis í ólgandi yfirborði sjávar) að fanga það sem í henni býr Þessi texti eftir Hallgrím Helgason, myndlistarmann og rithöfund, er lykillinn að sýningu sem hann opnar í Tveimur hröfnum að Baldursgötu seinnipartinn í dag undir yfirskriftinni Málað á myrkur I. „Ég er að mála myrkrið, skammdegið. Þetta sprettur af því að ég labba alltaf með hundinn á morgnana og á kvöldin í skammdegismyrkrinu, fluttur úr hundrað og einum, kominn í úthverfið og allt í einu fannst mér þetta eitthvað heillandi. Þessar eignir sem fólk á, með jeppa sem standa fyrir utan húsið, heimilin sem fólk hefur búið sér og svo andstæðan, þessi kalda vetrarnótt á harðbýlu landi. Fyrir mér er þetta klassísk íslensk fegurð, breyttur jeppi í stæði framan við funheitt einbýlishúsið. En kannski var líka bara kominn tími á að takast á við skammdegið og myrkrið, það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður, en ég er kominn með svo góða myndavél að hún getur nánast tekið myndir í myrkri. Myndir sem ég get svo notað til þess að hjálpa mér við að mála.“ Hallgrímur viðurkennir að það sé ekki fjarri lagi að það sé rithöfundurinn í honum sem er að mála að þessu sinni. „En samt er þetta negatíf útgáfa af rithöfundi því ég er að reyna að mála hvítt á svart en ekki svart á hvítt. Fyrir mér er málaralistin og rithöfundarstarfið tvennt ólíkt. Ég vinn bara eftir stundatöflu, er yfirleitt rithöfundur í þrjá mánuði í senn og svo myndlistarmaður næstu þrjá mánuði á eftir og þannig koll af kolli. Þetta er svolítið eins og að lifa tveimur lífum og það gefur ákveðinn kraft að taka sér hvíld og koma svo seinna ferskur að því sem ég var að gera fyrir þremur mánuðum. Það gefur mér aðeins fjarlægð og svona dálítið gestsauga. Það hjálpar.“ Hallgrímur hyggur á að halda áfram að vinna með það sem kemur fyrir sjónir á sýningunni Málað á myrkur I. „Ég er kominn með hugmynd að annarri seríu á sama grunni og svo er ég líka mjög spenntur fyrir því að vinna verk á símann minn. Ég keypti mér Samsung Galaxy Note-síma og það fylgir honum penni þannig að maður getur teiknað inn á ljósmyndir og gert allt mögulegt. Það er kannski draumurinn að sýna það og svo er það líka næsta skáldsaga þannig að það er alveg nóg að gera.“ Myndlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Fyrir utan húsið þitt um nótt á meðan þú sefur stendur listamaður og málar af því mynd Hann málar það á myrkur leggur lit á nóttina utanverða Reynir með fálmandi pensilhreyfingum (sem minna á hárfínar gárur girnis í ólgandi yfirborði sjávar) að fanga það sem í henni býr Þessi texti eftir Hallgrím Helgason, myndlistarmann og rithöfund, er lykillinn að sýningu sem hann opnar í Tveimur hröfnum að Baldursgötu seinnipartinn í dag undir yfirskriftinni Málað á myrkur I. „Ég er að mála myrkrið, skammdegið. Þetta sprettur af því að ég labba alltaf með hundinn á morgnana og á kvöldin í skammdegismyrkrinu, fluttur úr hundrað og einum, kominn í úthverfið og allt í einu fannst mér þetta eitthvað heillandi. Þessar eignir sem fólk á, með jeppa sem standa fyrir utan húsið, heimilin sem fólk hefur búið sér og svo andstæðan, þessi kalda vetrarnótt á harðbýlu landi. Fyrir mér er þetta klassísk íslensk fegurð, breyttur jeppi í stæði framan við funheitt einbýlishúsið. En kannski var líka bara kominn tími á að takast á við skammdegið og myrkrið, það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður, en ég er kominn með svo góða myndavél að hún getur nánast tekið myndir í myrkri. Myndir sem ég get svo notað til þess að hjálpa mér við að mála.“ Hallgrímur viðurkennir að það sé ekki fjarri lagi að það sé rithöfundurinn í honum sem er að mála að þessu sinni. „En samt er þetta negatíf útgáfa af rithöfundi því ég er að reyna að mála hvítt á svart en ekki svart á hvítt. Fyrir mér er málaralistin og rithöfundarstarfið tvennt ólíkt. Ég vinn bara eftir stundatöflu, er yfirleitt rithöfundur í þrjá mánuði í senn og svo myndlistarmaður næstu þrjá mánuði á eftir og þannig koll af kolli. Þetta er svolítið eins og að lifa tveimur lífum og það gefur ákveðinn kraft að taka sér hvíld og koma svo seinna ferskur að því sem ég var að gera fyrir þremur mánuðum. Það gefur mér aðeins fjarlægð og svona dálítið gestsauga. Það hjálpar.“ Hallgrímur hyggur á að halda áfram að vinna með það sem kemur fyrir sjónir á sýningunni Málað á myrkur I. „Ég er kominn með hugmynd að annarri seríu á sama grunni og svo er ég líka mjög spenntur fyrir því að vinna verk á símann minn. Ég keypti mér Samsung Galaxy Note-síma og það fylgir honum penni þannig að maður getur teiknað inn á ljósmyndir og gert allt mögulegt. Það er kannski draumurinn að sýna það og svo er það líka næsta skáldsaga þannig að það er alveg nóg að gera.“
Myndlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira