Fótbolti

Uppselt á leik Íslands og Lettlands

Strákarnir okkar.
Strákarnir okkar. Vísir/Vilhelm
Miðasalan á leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM sem fer fram í Frakklandi næsta sumar hófst í dag en um er að ræða síðasta heimaleik Íslands í keppninni.

Aðeins 5000 miðar voru í boði að þessu sinni og varð fljótlega uppselt enda hefur verið gríðarleg eftirspurn eftir miðum á leiki íslenska landsliðsins í undankeppninni.

Þegar blaðamaður Vísis reyndi að kaupa miða tíu mínútur yfir tólf voru 2500 manns á undan í röðinni.

*Uppfært 12:50 Það er uppselt á leik Íslands og Lettlands en það tók rúmlega 50 mínútur að selja þá 5000 miða sem í boði voru.

Mynd sem blasti við blaðamanni klukkan 12.10Mynd/Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×