Körfubolti

Gasol magnaður í sigri Spánverja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gasol leggur niður laglega körfu.
Gasol leggur niður laglega körfu. vísir/getty
Lettland, Grikkland, Spánn og Frakkland tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, í dag.

Lettland vann 73-66 sigur á Slóveníu. Staðan var 42-40, Lettum í vil, í hálfleik og eftir spennandi síðari hálfleik unnu Lettarnir að lokum.

Janis Strelnieksvar stigahæstur hjá Lettunum með sautján stig, en Zoran Dragic var stigahæstur Slóvena einnig með sautján stig.

Grikkir áttu í litlum sem engum vandræðum með Belga. Grikkirnir voru með þriggja stiga forystu í hálfleik, 34-31, en í síðari hálfleik settu þeir í fluggírinn og unnu að lokum 75-54.

Yannis Bourousis gerði fjórtán stig fyrir Grikkina, en alls voru fjórir leikmenn Grikkland með tíu stig eða meira. Pierre-Antoine Gillet skoraði fjórtán stig fyrir Belga.

Pau Gasol var í stuði þegar Spánverjar slógu út Pólverja, 80-66, eftir að Spánverjar höfðu leitt 41-39 í hálfleik.

Paul Gasol lék á alls oddi, en hann skoraði 30 stig fyrir Spánverja. Hann hitti úr 6 af 7 þristum sínum og var funheitur. Einnig tók hann sjö fráköst. Damian Kulig skoraði tíu stig fyrir Pólverja.

Frakkar slógu út Tyrki sem Ísland fór í framlengingu við á dögunum. Spurning er hvort framlengingin hafi setið í leikmönnum Tyrklands sem voru 36-26 undir í hálfleik og lokatölur 76-53.

Nando De Colo gerði fimmtán stig fyrir Frakka auk þess sem þeir Evan Fournier og

Joffrey Lauvergne gerðu tólf stig hvor. Ersan Ilyasova gerði fjórtán stig fyrir Tyrkina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×