Menning

Veruleikinn á Íslandi fékk á sýningargesti

Bjarki Ármannsson skrifar
Ein ljósmyndanna á sýningunni.
Ein ljósmyndanna á sýningunni. Mynd/Barnaheill - Save the Children
Ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna opnaði í borgarbókasafninu í Gerðubergi í gær. Sýningin samanstendur af myndum Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara sem byggja á sönnum reynslusögum íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða búið við fátækt. Sýningin er á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og var öll vinna við hana unnin í sjálfboðastarfi.

„Það var virkilega áhugavert að sjá hvað skilaboðin í myndunum náðu til fólksins,“ segir Ásta í tilkynningu frá Barnaheillum. „Bæði börn og fullorðnir voru djúpt snortin af reynslusögum barnanna. Sumir spurðu hvort þetta væru í alvöru íslensk börn og það fékk á þá að þetta væri raunveruleiki á Íslandi.“

Sýningin leggur mikla áherslu á að fræða börn um mannréttindi sín og hvert hægt sé að leita ef þau telja að brotið sé á þeim sjálfum eða einhverjum sem þau þekkja. Sýningin er opin fram í janúar og foreldrar hvattir til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna út frá réttindum þeirra. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Barnaheilla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.