Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2015 22:25 FH bar sigurorð af ÍBV með þremur mörkum gegn einu í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þar sem Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Víking eru FH-ingar nú komnir með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga Íslandsmeistaratitilinn vísan. Staðan var 1-1 í hálfleik en Atli Guðnason kom FH yfir á 48. mínútu. Nokkrum mínútum síðar gerðist umdeilt atvik sem hefur verið mikið rætt og ritað um á samfélagsmiðlum í dag. Eftir hornspyrnu Eyjamanna fór boltinn af Hafsteini Briem og inn fyrir marklínu FH áður en Kassim Doumbia sló hann út með hendinni. Þóroddur Hjaltalín og aðstoðarmenn hans dæmdu ekki neitt; hvorki vítaspyrnu og rautt spjald né mark og voru Eyjamenn skiljanlega ósáttir.Sjá einnig: Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi eftir leikinn.Atvikið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan. Þóroddur dæmdi hins vegar víti á ÍBV á 79. mínútu þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson skaut boltanum í hönd Stefáns Ragnars Guðlaugssonar. Steven Lennon fór á punktinn og gulltryggði FH sigurinn með sínu fjórða marki í síðustu þremur leikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
FH bar sigurorð af ÍBV með þremur mörkum gegn einu í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þar sem Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Víking eru FH-ingar nú komnir með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga Íslandsmeistaratitilinn vísan. Staðan var 1-1 í hálfleik en Atli Guðnason kom FH yfir á 48. mínútu. Nokkrum mínútum síðar gerðist umdeilt atvik sem hefur verið mikið rætt og ritað um á samfélagsmiðlum í dag. Eftir hornspyrnu Eyjamanna fór boltinn af Hafsteini Briem og inn fyrir marklínu FH áður en Kassim Doumbia sló hann út með hendinni. Þóroddur Hjaltalín og aðstoðarmenn hans dæmdu ekki neitt; hvorki vítaspyrnu og rautt spjald né mark og voru Eyjamenn skiljanlega ósáttir.Sjá einnig: Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi eftir leikinn.Atvikið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan. Þóroddur dæmdi hins vegar víti á ÍBV á 79. mínútu þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson skaut boltanum í hönd Stefáns Ragnars Guðlaugssonar. Steven Lennon fór á punktinn og gulltryggði FH sigurinn með sínu fjórða marki í síðustu þremur leikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira