Körfubolti

Haukur Helgi í viðræðum við Charleroi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Haukur Helgi í baráttunni gegn Spánverjum á Eurobasket.
Haukur Helgi í baráttunni gegn Spánverjum á Eurobasket. Vísir/Valli
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, er þessa dagana í viðræðum við belgíska félagið Spirou Charleroi en þetta staðfesti hann við Morgunblaðið í dag.

Haukur sagðist vera í viðræðum við félagið en ekki vera kominn með skriflegt tilboð frá félaginu en hann er samningslaus eftir að hafa leikið undanfarin ár í Svíþjóð.

Haukur Helgi var meðal bestu leikmanna íslenska landsliðsins á EM í körfubolta, Eurobasket, í Berlín en hann var með 12,8 stig í leik með 48% skotnýtingu.

Gæti frammistaða hans á mótinu aukið áhuga annarra félaga en hann sagði Charleroi eina áhugaverða kostinn sem stæði til boða í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×