Breyttir tímar í samgöngum Dagur B. Eggertsson skrifar 16. september 2015 00:00 Samgönguvika hefst í dag og stendur fram á næsta þriðjudag. Markmið hennar er að hvetja fólk til að nota allskyns leiðir til að komast á milli staða. Við erum öll sammála um að það eigi að vera hagkvæmt, þægilegt og auðvelt að ferðast milli staða í borginni. Þess vegna höfum við reynt að búa til betri skilyrði fyrir hjólreiðafólk og gangandi, styrkt almenningssamgöngur og hvatt til þess að fólk noti fjölbreyttar aðferðir til að komast til og frá. Það er betra fyrir hjólandi, gangandi, þá sem eru í strætó, en líka þá sem eru á bíl.Fjölbreyttar leiðir Næstu skref eru að fjölga hjólastígum og bæta merkingar með það að markmiði að miklu fleiri hjóli til og frá vinnu með hverju ári. Þegar kemur að strætó viljum við fjölga forgangsreinum og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett stefnuna á afkastameiri almenningssamgöngur. Við höfum óskað eftir viðræðum við innanríkisráðherra um það. Niðurstaða verður hraðvagnar eða léttlestarkerfi, eins og við þekkjum úr sambærilegum borgum. Til skemmri tíma viljum við búa til þétt net forgangsreina og forgangsljósa fyrir strætó – til að þjónustan verði greiðfær og góð.Grænt eða grátt? Miklar breytingar eru að eiga sér stað í samgöngumálum í heiminum. Sem betur fer. Það er snar og mikilvægur þáttur í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. Almenningssamgöngukerfi eru að eflast og hjólreiðar sömuleiðis en hvort tveggja er einn stærsti mælikvarðinn á gæði og samkeppnishæfni borga. Umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur eru ein okkar stærsta áskorun á næstu árum. Á sama tíma verðum við að bjóða upp á raunhæfa valkosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, í formi lestarkerfis eða hraðvagna, strætó og hágæða hjólastíga. Við opnum Samgönguviku formlega í dag kl. 13 í Bankastrætinu sem verður um leið lokað fyrir bílaumferð niður að Lækjargötu í nokkra klukkutíma. Dagskrá vikunnar er á vef Reykjavíkurborgar en þar á að vera eitthvað fyrir alla. Gleðilega Samgönguviku! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Samgönguvika hefst í dag og stendur fram á næsta þriðjudag. Markmið hennar er að hvetja fólk til að nota allskyns leiðir til að komast á milli staða. Við erum öll sammála um að það eigi að vera hagkvæmt, þægilegt og auðvelt að ferðast milli staða í borginni. Þess vegna höfum við reynt að búa til betri skilyrði fyrir hjólreiðafólk og gangandi, styrkt almenningssamgöngur og hvatt til þess að fólk noti fjölbreyttar aðferðir til að komast til og frá. Það er betra fyrir hjólandi, gangandi, þá sem eru í strætó, en líka þá sem eru á bíl.Fjölbreyttar leiðir Næstu skref eru að fjölga hjólastígum og bæta merkingar með það að markmiði að miklu fleiri hjóli til og frá vinnu með hverju ári. Þegar kemur að strætó viljum við fjölga forgangsreinum og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett stefnuna á afkastameiri almenningssamgöngur. Við höfum óskað eftir viðræðum við innanríkisráðherra um það. Niðurstaða verður hraðvagnar eða léttlestarkerfi, eins og við þekkjum úr sambærilegum borgum. Til skemmri tíma viljum við búa til þétt net forgangsreina og forgangsljósa fyrir strætó – til að þjónustan verði greiðfær og góð.Grænt eða grátt? Miklar breytingar eru að eiga sér stað í samgöngumálum í heiminum. Sem betur fer. Það er snar og mikilvægur þáttur í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. Almenningssamgöngukerfi eru að eflast og hjólreiðar sömuleiðis en hvort tveggja er einn stærsti mælikvarðinn á gæði og samkeppnishæfni borga. Umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur eru ein okkar stærsta áskorun á næstu árum. Á sama tíma verðum við að bjóða upp á raunhæfa valkosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, í formi lestarkerfis eða hraðvagna, strætó og hágæða hjólastíga. Við opnum Samgönguviku formlega í dag kl. 13 í Bankastrætinu sem verður um leið lokað fyrir bílaumferð niður að Lækjargötu í nokkra klukkutíma. Dagskrá vikunnar er á vef Reykjavíkurborgar en þar á að vera eitthvað fyrir alla. Gleðilega Samgönguviku!
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun