Körfubolti

Hörður Axel skorar á eldri leikmenn landsliðsins

Hörður Axel í leik á Eurobasket.
Hörður Axel í leik á Eurobasket. Vísir/Valli
Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Trikala og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, skrifaði stuttan en skemmtilegan pistil á Facebook-síðu sinni eftir helgina þar sem hann skorar á eldri leikmenn landsliðsins að taka þátt í næstu undankeppni.

Hörður Axel sem er 27 árs gamall var hluti af íslenska landsliðinu sem tók þátt í lokakeppni á stórmóti í fyrsta sinn á dögunum. Íslenska liðið lenti í sannkölluðum dauðariðli en sýndi frábæra takta á köflum er þeir héldu í lið skipuð NBA-stjörnum.

Skoraði Hörður Axel á gömlu brýnin í liðinu,  Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðsson, Loga Gunnarsson, Helga Má Magnússon, Hlyn Bæringsson og Axel Kárason um að taka slaginn í næstu undankeppni aftur og að reyna að endurtaka leikinn.

Að taka þátt í þessu ævintýri í Berlín var eitt það magnaðasta sem ég hef gert á ævinni. Stuðningurinn einstakur, lið...

Posted by Hörður Vilhjálmsson on Sunday, 13 September 2015

Tengdar fréttir

Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur

Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum.

Pedersen verður áfram

Formaður KKÍ segir að það sé gagnkvæmur vilji að halda samstarfinu við Craig Pedersen áfram.

Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum

Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum

Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta

Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×