Eigum meira sameiginlegt en við höldum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 19. september 2015 12:00 Eames Demetrios er forstjóri Eames Office og hefur verið síðasliðin þrjátíu ár. Vísir/Stefán „Ég tók við sem forstjóri árið 1988. Ég bjóst raunar aldrei við því að gera það, ég var að vinna að mínum eigin verkefnum og geri enn. Mamma erfði allt eftir Charles og Ray og hún þurfti aðstoð,“ segir Eames Demetrios, barnabarn hina rómuðu hönnuða og hjóna Ray og Charles Eames og forstjóri Eames Office. „Eins og ég segi það var ekki planið, sem ég held reyndar að hafi verið gott því ég fann ekki fyrir pressu þangað til að starfa við fjölskyldufyrirtækið.“ Hann er ekki einungis forstjóri fyrirtækisins heldur er hann einnig kvikmyndagerðarmaður og listamaður og er hann staddur hér á landi í tvíþættum tilgangi. Að fylgja eftir yfirlitssýningu á verkum afa síns og ömmu sem ferðast um heiminn. Sýningunni, sem er í versluninni Penninn Húsgögn, er skipt upp í mismunandi tímabil í hönnunarsögu hjónanna og þar er einnig hægt að sjá teikningar og texta sem fylgja hverri hönnun og staðsetur húsgögnin í sögulegu samhengi en einnig vinnur hann að eigin verkefni en hann hefur gert fjölda stuttmynda og tvær kvikmyndir í fullri lengd. „Verkið segir sögu með innsetningum inn í landslag víðs vegar um heiminn. Alls höfum við sett það upp á um 112 stöðum og það má líkja þessu við skáldsögu og við setjum hluta hennar upp á mismunandi stöðum. Í gær settum við upp hluta af verkinu á Hellnum. Við fengum steinsmið af svæðinu til þess að skera sögu í stein og ég er mjög spenntur fyrir því hvernig þetta mun koma út.“ Verkefnið ber nafnið Kcymaerxthaere og stendur saman af plötum sem orð eru grafin eru í og er komið fyrir víðsvegar um heiminn og hugmyndina að því fékk hann fyrir tólf árum.Sögumaður í eðli sínu Hann lifir og hrærist í hönnun hjónanna en ekki hefur til þess komið að hann legði sjálfur fyrir sig húsgagnahönnun. „Ég hef vissulega hugsað mikið um hönnun og hluti en ég lít ekki á sjálfan mig sem hönnuð. Ég sé mig sem sögumann og líka sem kvikmyndagerðarmann. Það er kannski það hvernig þú orkar á heiminn og fyrir mig hefur það alltaf verið á þann hátt að segja sögur. Það er kannski þess vegna sem ég kann vel við mig í þessu starfi með húsgögnin og vil sjá til þess að það sé gert vel.“ Starf hans er kannski að mörgu leyti sem sögumaður og hefur hann haldið Eames-arfleiðinni á lofti meðal annars með því að hafa sagt sögu hönnunar afa síns og ömmu í myndinni A Gathering of Elephants og haldið fjölda fyrirlestra. En markmið Eames Office er að halda arfleið hjónanna og verkum þeirra á lofti. Það liggur auðvitað beint við að spyrja Eames hvort hann eigi sér ekki uppáhaldshúsgagn eftir afa hans og ömmu. Hann hugsar sig um í smá stund, enda af nægu að taka og bendir svo á Eames Aluminum Group Management Chair. „Ástæða þess að ég vel þennan stól er í fyrsta lagi sú að ég er með svona stól á skrifstofunni minni og sit því í honum þegar ég vinn. En það sem ég virkilega elska við hann er það að þú getur einungis hannað hann ef þú veist nákvæmlega hvernig á að gera hann,“ segir hann og útskýrir að á bak við straumlínulagað útlitið liggi flóknar pælingar um hvernig skuli gera efnið nægilega strekkt á stólnum þannig að það haldi sér til langs tíma og styðji vel við þann sem í honum situr. Enda frekar mikilvægt að sitja í þægilegum stól við vinnu. „Það er ekki það að það sé auðvelt að gera hina stólana. En það er hægt að sjá hvernig þeir eru gerðir. Hvernig efnið er mótað og unnið. En með þennan stól liggur flókið ferli að baki og þú þarft virkilega að sjá fyrir þér hvernig það á að framleiða hann í verksmiðjunni svo það gangi upp. Hann er frábært dæmi um góða hönnun. Hann er glæsilegur og hefur þennan, eins og Ray og Charles kölluðu „the-way-it-should-be-ness“ eiginleika. Þeim fannst að þegar það kæmi að virkilega vel heppnaðri hönnun væri það bara þannig sem hún ætti að vera. Þú bara fyndir það,“ segir hann og það er augljóst að hann er á sama máli. „Þau hönnuðu hann af því að vinir þeirra, Alexander Girard og Eero Saarinen, voru að vinna að húsi í Louisiana og þeir vildu vera með útihúsgögn en fundu engin sem þeim leist nægilega vel á og báðu Ray og Charles um að hanna fyrir sig húsgögn. Þannig að hann var upphaflega hannaður sem útihúsgagn.“ Aluminum Group stóllinn er nú til í mörgum útfærslum en hann var upphaflega hannaður árið 1958.Lærdómsferli vanmetin En hvað er það sem fær húsgagnahönnun til þess að standast tímans tönn líkt og raunin er með mörg af húsgögnum þeirra hjóna? „Þegar Charles var spurður að því hvernig maður færi að því að hanna stól fyrir aðra var svarið það að þú yrðir að hanna hann fyrir sjálfan þig en þú yrðir að hanna hann fyrir alheims hlutasjálfs þín,“ segir hann og bætir við: „Við eigum öll mun meira sameiginlegt en við viljum vera láta. Ray og Charles voru mjög fókuseruð á þessi tengsl sem við eigum sameiginleg. Ef þú horfir á það þegar þú hannar hluti eins og stóla þá verður það til þess að þeir verða nytsamlegir í ólíkum menningarheimum og á margvíslegum tímum,“ segir hann hugsi. „Hitt er það að hlutverk hönnuðar er að mörgu leyti eins og hlutverk góðs gestgjafa sem sér fyrir þarfir gesta sinna. Ég er mjög hrifin af þeirri hugmynd.“ Authenticity er mikilvægt hugtak í fyrirtækinu. Það skiptir máli að hlutirnir séu gerðir rétt og vel og þegar kemur að hönnun hluta þarf að halda í það hugtak á meðan hlutirnir eru framleiddir aftur og aftur. „Á sínum líftíma reyndu þau stöðugt að bæta hlutina. Til dæmis bara þessi tappi,“ segir hann og bendir á fót Eiffel stólsins sem hann situr í: „Hann hefur breyst mjög mikið í gegnum árin af því að í fyrstu útgáfunni var hann of viðkvæmur. Þau báðust ekki afsökunar og sögðu við erum listamenn. Þau hugsuðu hvernig getum við bætt það,“ segir hann og bætir við að þau hafi breytt og bætt hlutina að eigin frumkvæði því þannig vildu þau vinna. „Mér finnst það fallegt. Þetta snýst ekki um að hafa rétt fyrir sér í upphafi heldur lærdómsferli og ég held að þetta sé ferli sem við höfum öll gott af að tileinka okkur. Ég held að við, í dag, séum oft of upptekin af því að ná hlutum rétt í fyrstu tilraun. Það eru vissulega hlutir þar sem fyrsta upplifun skiptir miklu máli en ég held að það sé líka mikilvægt að heiðra hitt. Að við getum bætt hluti í lífi okkar, hvort sem það eru við sjálf eða eitthvað sem tengist því sem við vinnum að.“ Sýningin á verkum hjónanna stendur yfir í verslun Pennans í Skeifunni 10. Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ég tók við sem forstjóri árið 1988. Ég bjóst raunar aldrei við því að gera það, ég var að vinna að mínum eigin verkefnum og geri enn. Mamma erfði allt eftir Charles og Ray og hún þurfti aðstoð,“ segir Eames Demetrios, barnabarn hina rómuðu hönnuða og hjóna Ray og Charles Eames og forstjóri Eames Office. „Eins og ég segi það var ekki planið, sem ég held reyndar að hafi verið gott því ég fann ekki fyrir pressu þangað til að starfa við fjölskyldufyrirtækið.“ Hann er ekki einungis forstjóri fyrirtækisins heldur er hann einnig kvikmyndagerðarmaður og listamaður og er hann staddur hér á landi í tvíþættum tilgangi. Að fylgja eftir yfirlitssýningu á verkum afa síns og ömmu sem ferðast um heiminn. Sýningunni, sem er í versluninni Penninn Húsgögn, er skipt upp í mismunandi tímabil í hönnunarsögu hjónanna og þar er einnig hægt að sjá teikningar og texta sem fylgja hverri hönnun og staðsetur húsgögnin í sögulegu samhengi en einnig vinnur hann að eigin verkefni en hann hefur gert fjölda stuttmynda og tvær kvikmyndir í fullri lengd. „Verkið segir sögu með innsetningum inn í landslag víðs vegar um heiminn. Alls höfum við sett það upp á um 112 stöðum og það má líkja þessu við skáldsögu og við setjum hluta hennar upp á mismunandi stöðum. Í gær settum við upp hluta af verkinu á Hellnum. Við fengum steinsmið af svæðinu til þess að skera sögu í stein og ég er mjög spenntur fyrir því hvernig þetta mun koma út.“ Verkefnið ber nafnið Kcymaerxthaere og stendur saman af plötum sem orð eru grafin eru í og er komið fyrir víðsvegar um heiminn og hugmyndina að því fékk hann fyrir tólf árum.Sögumaður í eðli sínu Hann lifir og hrærist í hönnun hjónanna en ekki hefur til þess komið að hann legði sjálfur fyrir sig húsgagnahönnun. „Ég hef vissulega hugsað mikið um hönnun og hluti en ég lít ekki á sjálfan mig sem hönnuð. Ég sé mig sem sögumann og líka sem kvikmyndagerðarmann. Það er kannski það hvernig þú orkar á heiminn og fyrir mig hefur það alltaf verið á þann hátt að segja sögur. Það er kannski þess vegna sem ég kann vel við mig í þessu starfi með húsgögnin og vil sjá til þess að það sé gert vel.“ Starf hans er kannski að mörgu leyti sem sögumaður og hefur hann haldið Eames-arfleiðinni á lofti meðal annars með því að hafa sagt sögu hönnunar afa síns og ömmu í myndinni A Gathering of Elephants og haldið fjölda fyrirlestra. En markmið Eames Office er að halda arfleið hjónanna og verkum þeirra á lofti. Það liggur auðvitað beint við að spyrja Eames hvort hann eigi sér ekki uppáhaldshúsgagn eftir afa hans og ömmu. Hann hugsar sig um í smá stund, enda af nægu að taka og bendir svo á Eames Aluminum Group Management Chair. „Ástæða þess að ég vel þennan stól er í fyrsta lagi sú að ég er með svona stól á skrifstofunni minni og sit því í honum þegar ég vinn. En það sem ég virkilega elska við hann er það að þú getur einungis hannað hann ef þú veist nákvæmlega hvernig á að gera hann,“ segir hann og útskýrir að á bak við straumlínulagað útlitið liggi flóknar pælingar um hvernig skuli gera efnið nægilega strekkt á stólnum þannig að það haldi sér til langs tíma og styðji vel við þann sem í honum situr. Enda frekar mikilvægt að sitja í þægilegum stól við vinnu. „Það er ekki það að það sé auðvelt að gera hina stólana. En það er hægt að sjá hvernig þeir eru gerðir. Hvernig efnið er mótað og unnið. En með þennan stól liggur flókið ferli að baki og þú þarft virkilega að sjá fyrir þér hvernig það á að framleiða hann í verksmiðjunni svo það gangi upp. Hann er frábært dæmi um góða hönnun. Hann er glæsilegur og hefur þennan, eins og Ray og Charles kölluðu „the-way-it-should-be-ness“ eiginleika. Þeim fannst að þegar það kæmi að virkilega vel heppnaðri hönnun væri það bara þannig sem hún ætti að vera. Þú bara fyndir það,“ segir hann og það er augljóst að hann er á sama máli. „Þau hönnuðu hann af því að vinir þeirra, Alexander Girard og Eero Saarinen, voru að vinna að húsi í Louisiana og þeir vildu vera með útihúsgögn en fundu engin sem þeim leist nægilega vel á og báðu Ray og Charles um að hanna fyrir sig húsgögn. Þannig að hann var upphaflega hannaður sem útihúsgagn.“ Aluminum Group stóllinn er nú til í mörgum útfærslum en hann var upphaflega hannaður árið 1958.Lærdómsferli vanmetin En hvað er það sem fær húsgagnahönnun til þess að standast tímans tönn líkt og raunin er með mörg af húsgögnum þeirra hjóna? „Þegar Charles var spurður að því hvernig maður færi að því að hanna stól fyrir aðra var svarið það að þú yrðir að hanna hann fyrir sjálfan þig en þú yrðir að hanna hann fyrir alheims hlutasjálfs þín,“ segir hann og bætir við: „Við eigum öll mun meira sameiginlegt en við viljum vera láta. Ray og Charles voru mjög fókuseruð á þessi tengsl sem við eigum sameiginleg. Ef þú horfir á það þegar þú hannar hluti eins og stóla þá verður það til þess að þeir verða nytsamlegir í ólíkum menningarheimum og á margvíslegum tímum,“ segir hann hugsi. „Hitt er það að hlutverk hönnuðar er að mörgu leyti eins og hlutverk góðs gestgjafa sem sér fyrir þarfir gesta sinna. Ég er mjög hrifin af þeirri hugmynd.“ Authenticity er mikilvægt hugtak í fyrirtækinu. Það skiptir máli að hlutirnir séu gerðir rétt og vel og þegar kemur að hönnun hluta þarf að halda í það hugtak á meðan hlutirnir eru framleiddir aftur og aftur. „Á sínum líftíma reyndu þau stöðugt að bæta hlutina. Til dæmis bara þessi tappi,“ segir hann og bendir á fót Eiffel stólsins sem hann situr í: „Hann hefur breyst mjög mikið í gegnum árin af því að í fyrstu útgáfunni var hann of viðkvæmur. Þau báðust ekki afsökunar og sögðu við erum listamenn. Þau hugsuðu hvernig getum við bætt það,“ segir hann og bætir við að þau hafi breytt og bætt hlutina að eigin frumkvæði því þannig vildu þau vinna. „Mér finnst það fallegt. Þetta snýst ekki um að hafa rétt fyrir sér í upphafi heldur lærdómsferli og ég held að þetta sé ferli sem við höfum öll gott af að tileinka okkur. Ég held að við, í dag, séum oft of upptekin af því að ná hlutum rétt í fyrstu tilraun. Það eru vissulega hlutir þar sem fyrsta upplifun skiptir miklu máli en ég held að það sé líka mikilvægt að heiðra hitt. Að við getum bætt hluti í lífi okkar, hvort sem það eru við sjálf eða eitthvað sem tengist því sem við vinnum að.“ Sýningin á verkum hjónanna stendur yfir í verslun Pennans í Skeifunni 10.
Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira