Hannes Þór skrifar handrit að hrollvekju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2015 18:15 Hannes Þór og félagar fagna 2-1 sigrinum á Tékkum í júní. Vísir/Ernir Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er fyrsta flokks leikstjóri eins og íþróttaáhugamenn á Íslandi eru meðvitaðir um. Hann segist í dag fyrst og fremst einbeita sér að fótboltanum þótt hann sé með eitt gott gæluverkefni á kantinum meðfram æfingum og leikjum með NEC Nijmegen. „Ég er eiginlega í góðri pásu,“ segir Hannes Þór sem leikstýrði meðal annars fyrstu seríunni af Atvinnumönnunum okkar. Hannes vann sem leikstjóri hjá Sagafilm áður en hann hélt í atvinnumennsku.Ætlar sér langt í kvikmyndagerð „Ég er aðeins að fikta í gæluverkefnum sem ég hafði engan tíma til að fikta í áður,“ segir markvörðurinn. Hans markmið sé að þróa sig sem kvikmyndagerðarmaður eftir ferilinn og fara að búa til kvikmyndir í fullri lengd. Í smíðum er handrit að einni slíkri. „Það verður vonandi mín fyrsta bíómynd,“ segir Hannes en bætir við að sú vinna gangi hægt enda hafi fótboltinn algjöran forgang og þannig verði það næstu árin. En hvernig mynd er Hannes Þór að skrifa handrit að? „Þetta verður spennumynd, hrollvekja.“Engin miskunn að læra hollensku Hannes samdi við hollenska félagið í sumar en hvernig gengur að læra hollenskuna? „Ég er að reyna og þetta mjakast. Ég ætla í tíma fljótlega,“ segir Hannes. Hann sé þó með smáforrit sem hjálpi mikið. „Hollendingarnir eru mjög harðir á því að tala enga ensku við þig og pína mann til að læra hollensku. Það er engin miskunn með það. Maður á að læra þetta á núll einni en ég er að reyna mitt besta.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Segir Hollendinga ekkert græða á því að skoða tapleikinn í Laugardalnum Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru orðnir spenntir fyrir leiknum á móti Hollandi á Amsterdam Arena annað kvöld en með sigri getur íslenska liðið nánast tryggt sér sæti á EM í Frakklandi 2016. 2. september 2015 12:00 Hollensk áhrif í íslenska liðinu Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun? 2. september 2015 06:00 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er fyrsta flokks leikstjóri eins og íþróttaáhugamenn á Íslandi eru meðvitaðir um. Hann segist í dag fyrst og fremst einbeita sér að fótboltanum þótt hann sé með eitt gott gæluverkefni á kantinum meðfram æfingum og leikjum með NEC Nijmegen. „Ég er eiginlega í góðri pásu,“ segir Hannes Þór sem leikstýrði meðal annars fyrstu seríunni af Atvinnumönnunum okkar. Hannes vann sem leikstjóri hjá Sagafilm áður en hann hélt í atvinnumennsku.Ætlar sér langt í kvikmyndagerð „Ég er aðeins að fikta í gæluverkefnum sem ég hafði engan tíma til að fikta í áður,“ segir markvörðurinn. Hans markmið sé að þróa sig sem kvikmyndagerðarmaður eftir ferilinn og fara að búa til kvikmyndir í fullri lengd. Í smíðum er handrit að einni slíkri. „Það verður vonandi mín fyrsta bíómynd,“ segir Hannes en bætir við að sú vinna gangi hægt enda hafi fótboltinn algjöran forgang og þannig verði það næstu árin. En hvernig mynd er Hannes Þór að skrifa handrit að? „Þetta verður spennumynd, hrollvekja.“Engin miskunn að læra hollensku Hannes samdi við hollenska félagið í sumar en hvernig gengur að læra hollenskuna? „Ég er að reyna og þetta mjakast. Ég ætla í tíma fljótlega,“ segir Hannes. Hann sé þó með smáforrit sem hjálpi mikið. „Hollendingarnir eru mjög harðir á því að tala enga ensku við þig og pína mann til að læra hollensku. Það er engin miskunn með það. Maður á að læra þetta á núll einni en ég er að reyna mitt besta.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Segir Hollendinga ekkert græða á því að skoða tapleikinn í Laugardalnum Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru orðnir spenntir fyrir leiknum á móti Hollandi á Amsterdam Arena annað kvöld en með sigri getur íslenska liðið nánast tryggt sér sæti á EM í Frakklandi 2016. 2. september 2015 12:00 Hollensk áhrif í íslenska liðinu Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun? 2. september 2015 06:00 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Segir Hollendinga ekkert græða á því að skoða tapleikinn í Laugardalnum Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru orðnir spenntir fyrir leiknum á móti Hollandi á Amsterdam Arena annað kvöld en með sigri getur íslenska liðið nánast tryggt sér sæti á EM í Frakklandi 2016. 2. september 2015 12:00
Hollensk áhrif í íslenska liðinu Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun? 2. september 2015 06:00
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00