Margoft þurft að vera minntur á eigið afmæli Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. september 2015 09:30 Hörður Torfason heldur upp á sjötugsafmælið sitt með tónleikum í kvöld. Vísir/GVA „Klukkan tuttugu mínútur í sjö á morgun verð ég sjötugur. Samkvæmt fæðingarvottorðinu,“ segir tónlistarmaðurinn Hörður Torfason glaður í bragði. Í tilefni stórafmælisins mun hann endurvekja hausttónleika sem hafa verið í hvíld í tvö ár en fyrir það hafði hann haldið þá árlega í 38 ár. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var 31 árs af því ég er ekkert voðalega mikill veislumaður. Þá þótti mér betur við hæfi að halda bara tónleikaveislu. Ég hef nú tekið mér þriggja ára frí þannig ég er svona að koma aftur. Og þetta er gott tilefni,“ segir Hörður hress en ítrekar þó að hann hafi gaman af veislum og að vera umkringdur skemmtilegu fólki. Spurður að því hvort hann sé mikið afmælisbarn er svarið fremur einfalt: „Ég er það ekki, ég er voðalega mikið niðri á jörðinni. Það hefur margoft komið fyrir mig að ég steingleymi því að ég eigi afmæli. Komið fyrir að fólk hafi þurft að minna mig á afmælisdaginn,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Afmæli og aldur og svona, ég er ekkert að pæla í því. Maður fæðist og maður deyr. Maður á bara að reyna að hafa gaman svona á milli þess.“ Spurður að því hvort einhver afmælisdagur sé sérstaklega eftirminnilegur segir Hörður að það sé sjálfsagt hægt að rifja marga upp. „Þeir eru orðnir ansi margir,“ segir hann. „Fyrsta afmælið sem ég man virkilega vel eftir var þegar ég varð þrítugur. Það eru fjörutíu ár síðan. Takk fyrir!“ Í tilefni þrítugsafmælisins efndi hann til veislu líkt og gjarnan er gert á slíkum tímamótum en kvöldið endaði þó á fremur óvæntan máta. „Ég hélt veislu og það kom mikið af fólki og ég fékk mikið af gjöfum en svo þurfti ég að yfirgefa veisluna því ég var að vinna kvikmynd og þurfi að fara á fætur klukkan fjögur um morguninn. Ég yfirgaf veisluna snemma og lét umsjón hennar í hendur vinar míns,“ segir Hörður og heldur áfram: „Það sem gerðist var það að það hurfu allar gjafirnar nema ein bók sem ég hafði tekið með mér til að skoða áður en ég fór að sofa.“ Eftir þá uppákomu ákvað Hörður að efna í staðinn til hausttónleika á afmælisdaginn. Það er nóg um að vera hjá Herði og verkefnaskráin löng en hann segir þó fara sér best að takast á við eitt verkefni í einu. „Ég vinn bara þannig að ég tek eitt verkefni fyrir í einu. Eins og við strákarnir erum, við getum ekki gert of margt í einu, þá ruglumst við,“ segir hann og skellir upp úr og bætir við að undanfarið hafi hann einbeitt sér að hausttónleikunum. Á tónleikunum verður nýtt efni flutt í bland við eldra og hefjast þeir klukkan 20.00 í kvöld í Gamla bíói. „Fyrri hlutann verð ég einn með gítarinn og svo eftir hlé verð ég með fjögurra manna hljómsveit með mér,“ segir Hörður og setur stefnuna á ljúfa kvöldstund með skemmtilegri tónlist á afmælisdaginn. Menning Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Klukkan tuttugu mínútur í sjö á morgun verð ég sjötugur. Samkvæmt fæðingarvottorðinu,“ segir tónlistarmaðurinn Hörður Torfason glaður í bragði. Í tilefni stórafmælisins mun hann endurvekja hausttónleika sem hafa verið í hvíld í tvö ár en fyrir það hafði hann haldið þá árlega í 38 ár. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var 31 árs af því ég er ekkert voðalega mikill veislumaður. Þá þótti mér betur við hæfi að halda bara tónleikaveislu. Ég hef nú tekið mér þriggja ára frí þannig ég er svona að koma aftur. Og þetta er gott tilefni,“ segir Hörður hress en ítrekar þó að hann hafi gaman af veislum og að vera umkringdur skemmtilegu fólki. Spurður að því hvort hann sé mikið afmælisbarn er svarið fremur einfalt: „Ég er það ekki, ég er voðalega mikið niðri á jörðinni. Það hefur margoft komið fyrir mig að ég steingleymi því að ég eigi afmæli. Komið fyrir að fólk hafi þurft að minna mig á afmælisdaginn,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Afmæli og aldur og svona, ég er ekkert að pæla í því. Maður fæðist og maður deyr. Maður á bara að reyna að hafa gaman svona á milli þess.“ Spurður að því hvort einhver afmælisdagur sé sérstaklega eftirminnilegur segir Hörður að það sé sjálfsagt hægt að rifja marga upp. „Þeir eru orðnir ansi margir,“ segir hann. „Fyrsta afmælið sem ég man virkilega vel eftir var þegar ég varð þrítugur. Það eru fjörutíu ár síðan. Takk fyrir!“ Í tilefni þrítugsafmælisins efndi hann til veislu líkt og gjarnan er gert á slíkum tímamótum en kvöldið endaði þó á fremur óvæntan máta. „Ég hélt veislu og það kom mikið af fólki og ég fékk mikið af gjöfum en svo þurfti ég að yfirgefa veisluna því ég var að vinna kvikmynd og þurfi að fara á fætur klukkan fjögur um morguninn. Ég yfirgaf veisluna snemma og lét umsjón hennar í hendur vinar míns,“ segir Hörður og heldur áfram: „Það sem gerðist var það að það hurfu allar gjafirnar nema ein bók sem ég hafði tekið með mér til að skoða áður en ég fór að sofa.“ Eftir þá uppákomu ákvað Hörður að efna í staðinn til hausttónleika á afmælisdaginn. Það er nóg um að vera hjá Herði og verkefnaskráin löng en hann segir þó fara sér best að takast á við eitt verkefni í einu. „Ég vinn bara þannig að ég tek eitt verkefni fyrir í einu. Eins og við strákarnir erum, við getum ekki gert of margt í einu, þá ruglumst við,“ segir hann og skellir upp úr og bætir við að undanfarið hafi hann einbeitt sér að hausttónleikunum. Á tónleikunum verður nýtt efni flutt í bland við eldra og hefjast þeir klukkan 20.00 í kvöld í Gamla bíói. „Fyrri hlutann verð ég einn með gítarinn og svo eftir hlé verð ég með fjögurra manna hljómsveit með mér,“ segir Hörður og setur stefnuna á ljúfa kvöldstund með skemmtilegri tónlist á afmælisdaginn.
Menning Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira