Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta 3. september 2015 21:29 Heimir var brosmildur í viðtölum eftir leik. Vísir/Getty „Auðvitað er maður hrikalega stoltur af strákunum þótt þetta hafi ekki verið okkar besti leikur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, hrærður eftir leikinn. „Við vorum of varnarsinnaðir í fyrri hálfleik, við vorum að tapa boltanum og að reyna erfiðar og langar sendingar. Það var nóg af svæðum til þess að fara í en það eru fimmtán ár síðan Holland tapaði á heimavelli. Skítt með það að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur.“ Heimir var ánægður með leikskipulag íslenska liðsins í kvöld. „Þetta fór ekki eins og þeir ætluðu og maður sá vonleysissvipinn á þeim eftir því sem leið á leikinn. Þeir fóru að dæla löngum boltum inn á teig sem er alls ekki leiðin sem þeir vilja fara. Í seinni hálfleiknum reyndum við að vera agressívari í varnarleiknum og vinna boltann betur af þeim. Við fengum markið upp úr því.“ Heimir var fljótur að minna á að það þurfti eitt stig til þess að gulltryggja sætið á EM næsta sumar. „Við þurfum að ná stiginu á sunnudaginn og við verðum að einbeita okkur á það. Það verður eflaust erfitt að sofna í kvöld því menn vilja fagna en markmiðið okkar er að klára þetta á sunnudaginn.“ Heimir sagði að fyrirliði liðsins hefði fengið krampa en Aron Einar fór meiddur af velli undir lok leiksins. „Hann hefur ekki spilað marga svona erfiða leiki í 90 mínútur við vonum að þetta hafi bara verið krampi, það var strax farið að vinna í honum þegar hann kom inn í klefa.“ Heimir viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti. „Það er það, það væri hægt að gera svo ótrúlega margt annað en að halda ró sinni en við verðum að vera agaðir og sýna gott fordæmi. Auðvitað reynir maður að halda andliti og að vera ekki brosandi út að eyrum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
„Auðvitað er maður hrikalega stoltur af strákunum þótt þetta hafi ekki verið okkar besti leikur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, hrærður eftir leikinn. „Við vorum of varnarsinnaðir í fyrri hálfleik, við vorum að tapa boltanum og að reyna erfiðar og langar sendingar. Það var nóg af svæðum til þess að fara í en það eru fimmtán ár síðan Holland tapaði á heimavelli. Skítt með það að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur.“ Heimir var ánægður með leikskipulag íslenska liðsins í kvöld. „Þetta fór ekki eins og þeir ætluðu og maður sá vonleysissvipinn á þeim eftir því sem leið á leikinn. Þeir fóru að dæla löngum boltum inn á teig sem er alls ekki leiðin sem þeir vilja fara. Í seinni hálfleiknum reyndum við að vera agressívari í varnarleiknum og vinna boltann betur af þeim. Við fengum markið upp úr því.“ Heimir var fljótur að minna á að það þurfti eitt stig til þess að gulltryggja sætið á EM næsta sumar. „Við þurfum að ná stiginu á sunnudaginn og við verðum að einbeita okkur á það. Það verður eflaust erfitt að sofna í kvöld því menn vilja fagna en markmiðið okkar er að klára þetta á sunnudaginn.“ Heimir sagði að fyrirliði liðsins hefði fengið krampa en Aron Einar fór meiddur af velli undir lok leiksins. „Hann hefur ekki spilað marga svona erfiða leiki í 90 mínútur við vonum að þetta hafi bara verið krampi, það var strax farið að vinna í honum þegar hann kom inn í klefa.“ Heimir viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti. „Það er það, það væri hægt að gera svo ótrúlega margt annað en að halda ró sinni en við verðum að vera agaðir og sýna gott fordæmi. Auðvitað reynir maður að halda andliti og að vera ekki brosandi út að eyrum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30