Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2015 22:07 Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Valli Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í sögulega sigrinum í Amsterdam í kvöld. „Auðvitað er þetta pínu absúrd og kannski betra en við áttum von á en miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér við aldrei í hættu,“ sagði Eiður ánægður með dagsverkið í leikslok. Vissulega voru þeir appelsínugulu meira með boltann en það vissu þeir fyrir fram. „Það voru atvik sem breyttu leiknum, Robben fór útaf sem breytti þeirra leikstíl enda mikilvægur fyrir þá, rauða spjaldið og auðvitað vítið,“ segir framherjinn um augnablikin sem breyttu leiknum. Eiður segist hafa fylgst með hollenskkum miðlum sem kröfðust sigurs og bentu á að sigurinn þyrfti ekki að vera fallegur. „Þegar við vorum komnir í 1-0 vissum við að þetta þyrfti ekki að vera fallegt,“ segir Eiður. Hann er afar sáttur með það hvernig íslenska liðið náði að notfæra sér stöðuna. Öll pressan var á Hollendingum. „Þeir þurftu að koma með flugeldasýningu til að fá mannskapinn með líka. Það var kominn pirringur í stuðningsmenn þegar þeir sáu í hvað stefndi.“ Aðspurður um hvort úrslitin séu þau bestu í sögu karlalandsliðsins segir Eiður: „Ég held að þetta séu pottþétt stærstu úrslitin. Ef við hefðum horft á riðilinn og sagst ætla að taka sex stig af Hollendingum hefðu ekki margir haft trú á því.“ Eiður segir liðið í dag rosalega gott en það sé ekki eins og það sé skipað ungum strákum. „Fólk áttar sig ekki á að þetta eru engir smástrákar. Þetta eru 25 og 26 ára gamlir strákar og eru með mikla reynslu. Hafa spilað marga landsleiki. Auðvitað munum við eftir þessari kynslóð sem litlu strákunum okkar sem fóru á EM en þetta eru löngu orðnir karlmenn.“ Íslandi dugar stig á heimavelli gegn Kasakstan á sunnudag til að komast til Frakklands. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í dágóðan tíma því við höfum verið í efstu sætunum í dágóðan tíma. Ætlum að halda því áfram á sunnudaginn.“ Frægt er þegar Eiður Smári grét í beinni útsendingu eftir 2-0 tapið í umspilinu í Króatíu „Eigum við ekki bara að hlæja? Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur. Það er aðeins skemmtilegra núna og skemmtiegri tímar framundan.“ Hann segist ekki hafa verið í neinum vafa um að halda áfram með landsliðinu fyrir útileikinn í Kasakstan þegar Heimir og Lars hringdu í hann. „Nei, ég í rauninni var á góðum tímapunkti. Gekk frábærlega í Kasakstan og ákvörðunin að hafa farið strax í sumar, þótt það sé til Kína, að spila hafi verið fín. Ég mun spila fram yfir síðustu leiki í undankeppnni og svo þarf ég bara að sjá til þess að ég haldi áfram aðeins.“ Og Eiður Smári ætlar á EM? „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í sögulega sigrinum í Amsterdam í kvöld. „Auðvitað er þetta pínu absúrd og kannski betra en við áttum von á en miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér við aldrei í hættu,“ sagði Eiður ánægður með dagsverkið í leikslok. Vissulega voru þeir appelsínugulu meira með boltann en það vissu þeir fyrir fram. „Það voru atvik sem breyttu leiknum, Robben fór útaf sem breytti þeirra leikstíl enda mikilvægur fyrir þá, rauða spjaldið og auðvitað vítið,“ segir framherjinn um augnablikin sem breyttu leiknum. Eiður segist hafa fylgst með hollenskkum miðlum sem kröfðust sigurs og bentu á að sigurinn þyrfti ekki að vera fallegur. „Þegar við vorum komnir í 1-0 vissum við að þetta þyrfti ekki að vera fallegt,“ segir Eiður. Hann er afar sáttur með það hvernig íslenska liðið náði að notfæra sér stöðuna. Öll pressan var á Hollendingum. „Þeir þurftu að koma með flugeldasýningu til að fá mannskapinn með líka. Það var kominn pirringur í stuðningsmenn þegar þeir sáu í hvað stefndi.“ Aðspurður um hvort úrslitin séu þau bestu í sögu karlalandsliðsins segir Eiður: „Ég held að þetta séu pottþétt stærstu úrslitin. Ef við hefðum horft á riðilinn og sagst ætla að taka sex stig af Hollendingum hefðu ekki margir haft trú á því.“ Eiður segir liðið í dag rosalega gott en það sé ekki eins og það sé skipað ungum strákum. „Fólk áttar sig ekki á að þetta eru engir smástrákar. Þetta eru 25 og 26 ára gamlir strákar og eru með mikla reynslu. Hafa spilað marga landsleiki. Auðvitað munum við eftir þessari kynslóð sem litlu strákunum okkar sem fóru á EM en þetta eru löngu orðnir karlmenn.“ Íslandi dugar stig á heimavelli gegn Kasakstan á sunnudag til að komast til Frakklands. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í dágóðan tíma því við höfum verið í efstu sætunum í dágóðan tíma. Ætlum að halda því áfram á sunnudaginn.“ Frægt er þegar Eiður Smári grét í beinni útsendingu eftir 2-0 tapið í umspilinu í Króatíu „Eigum við ekki bara að hlæja? Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur. Það er aðeins skemmtilegra núna og skemmtiegri tímar framundan.“ Hann segist ekki hafa verið í neinum vafa um að halda áfram með landsliðinu fyrir útileikinn í Kasakstan þegar Heimir og Lars hringdu í hann. „Nei, ég í rauninni var á góðum tímapunkti. Gekk frábærlega í Kasakstan og ákvörðunin að hafa farið strax í sumar, þótt það sé til Kína, að spila hafi verið fín. Ég mun spila fram yfir síðustu leiki í undankeppnni og svo þarf ég bara að sjá til þess að ég haldi áfram aðeins.“ Og Eiður Smári ætlar á EM? „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30