„Það var hlegið að mér í tuttugu ár" Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. september 2015 09:00 Vísir/Stefán Karlsson „Það eru engar afsakanir sem hægt er að bera fyrir sig lengur. Það þarf að breyta miklu á Íslandi hvað varðar meðferðir við áfengis- og vímuefnafíkn,“ segir Stephanie S. Covington, doktor í sálfræði, en hún kom hingað til lands á dögunum og var aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin var á Grand Hóteli. „Það þarf að vinna með áföll og fíkn á sama tíma, sem er enn ekki gert alls staðar hér á landi. Meðferðin þarf líka að vera kynjamiðuð. Þetta sýna rannsóknir.“ Stephanie Covington er þekktur fíknisérfræðingur í Bandaríkjunum. Hún vinnur fyrir fangelsisyfirvöld víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hún hefur sinnt ráðgjöf fyrir fjölda fangelsa og meðferðarstofnana í gegnum árin, meðal annars Betty Ford Clinic, sem nefnd er eftir fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Hún hefur komið fram í spjallþætti Opruh Winfrey, þar sem Oprah fylgdi henni eftir í því starfi sem Stephanie vinnur í fangelsum í Bandaríkjunum. Hún segir þá staðreynd að stór hluti meðferðarstofnana á Íslandi taki ekki á fíkn og áföllum samtímis barn síns tíma. „Svoleiðis voru áfengismeðferðir í Bandaríkjunum 1960-70. Á þeim tíma var sú meðferð talin góð og gild. En hún er löngu orðin úrelt.“ Nú sé staðan þannig í Bandaríkjunum að meðferðarstofnanir fái ekki styrki frá ríkinu nema þær fari eftir ákveðnum reglum sem kveða meðal annars á um að áföll séu meðhöndluð um leið og tekið sé á áfengis- og vímuefnafíkninni. „Stundum þarf að knýja fram breytingar og peningar spila oft stóra rullu í því. Það er bara þannig. Það er oft yfirvalda að grípa inn í og vera ekki að ráðstafa fé í meðferðir sem eru ekki í takt við tímann.“ Stephanie telur ýmsar ástæður fyrir fíknivanda og að þar spili bæði erfðir og umhverfisþættir rullu. Hún segir mikilvægt að meðhöndla fíknivanda með þekkingu á kynjafræði og áfallafræðum til hliðsjónar. „Þegar ég hóf að vinna með konum sem eiga við fíknivanda að stríða, fljótlega eftir að ég útskrifaðist með masterspróf í ráðgjöf úr Columbia, sá ég fljótt að þær áttu sér nánast allar áfallasögu. En þetta var hvergi rætt, hafði ekki verið rætt í skólanum, ekki á ráðstefnum sem ég sótti, hvergi. Mér fannst það svo furðulegt þannig að ég fór sjálf að fara á ráðstefnur og ræða þetta og ákvað að taka doktorspróf og fara að rannsaka þetta sjálf. Í 20 ár var hlegið að mér, mér var sagt að ég hefði rangt fyrir mér, að maður þyrfti að meðhöndla fíknivandann fyrst, áður en tekist væri á við áföllin, en ég var viss í minni sök.“ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Stephanie gert ótal rannsóknir, skrifað bækur og haldið ráðstefnur um málefnið. Hún er af mörgum talin einn helsti sérfræðingurinn á sviði fíknar. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur rætt mikið um þessa áfalla- og kynjamiðuðu nálgun og gagnrýnt starfsemi SÁÁ, sem halda úti fimm meðferðarstofnunum á Íslandi. Forystumenn SÁÁ hafa tekið gagnrýnina óstinnt upp, meðal annars sagt viðhorf talskonu Rótarinnar gamaldags og fordómafullt. Hvað segir Stephanie við því?„Það er ekki satt að þetta séu gamaldags viðhorf sem Rótin hefur. Það eru rannsóknir sem segja að konur sem eru hafðar til meðferðar með öðrum konum, í meðferð sem miðar að konum og áföllum, ná talsvert meiri árangri í áfengis- og vímuefnameðferðum en þær sem gera það ekki. Þessi nálgun er ekki talin neitt byltingarkennd, hún er viðurkennd í Bandaríkjunum og víðar. Það eru kannski ekki til íslenskar rannsóknir, en það er til nóg af rannsóknum um allan heim sem sýna fram á þetta.“En af hverju þessi áhugi hennar á fíkn? „Ég hætti sjálf að drekka fyrir mörgum áratugum og ákvað stuttu síðar að ég vildi hjálpa öðrum í sömu sporum. Að sama skapi hefur mér oft þótt fíkn mæta afgangi í kerfinu. Sennilega er hluti skýringarinnar sá að það er oft svo mikil skömm í kringum fíknir. Sem er áhugavert vegna þess að þegar maður pælir í því þá þekkjum við öll einhvern sem á við fíknivanda að stríða. Fíknivandinn er allt í kringum okkur, en hann er líka falinn. Í sögulegu samhengi hefur fíkn verið falin, henni afneitað, við skammast okkar fyrir hana. Það er algjör óþarfi.“Þessar áfengis- og vímuefnameðferðir standa til boða á Íslandi, samkvæmt velferðarráðuneytinu: Ýmis úrræði standa til boða þeim sem þurfa meðferð vegna áfengis- og vímuefnafíknar. Meðferð felst í skipulagðri, einstaklingsbundinni áætlun sem fylgt er undir handleiðslu fagmenntaðs fólks. Meðferð fyrir ávana- og vímuefnasjúklinga á Íslandi má skipta í þrjá aðalflokka: - Meðferð á geðdeildum sjúkrahúsa þar sem beitt er læknisfræðilegum aðferðum, - Meðferð á stofnunum sem styðjast við 12 spora kerfi AA-samtakanna, sem eru leiðbeiningar um hvernig fyrrverandi ofneytendum áfengis og annarra vímuefna sé ráðlegast að haga lífi sínu á batavegi, - Meðferð á stofnunum sem hafa kristna trú að leiðarljósi.Kristín Pálsdóttir er talskonar RótarinnarRótin er: Félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Rótin hefur talað fyrir breyttum meðferðarúrræðum við áfengis- og vímuefnavanda á Íslandi. Meðal annars hefur félagið lagt til að meðferð verði kynjaskipt og einstaklingar undir 18 ára aldri séu ekki í meðferð með þeim sem eldri eru. Félagið vill að stjórnvöld skoði betur hvernig fjármunum er varið í meðferðarúrræði og hvernig þjónustu hið opinbera sé að kaupa af einkaaðilum. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Það eru engar afsakanir sem hægt er að bera fyrir sig lengur. Það þarf að breyta miklu á Íslandi hvað varðar meðferðir við áfengis- og vímuefnafíkn,“ segir Stephanie S. Covington, doktor í sálfræði, en hún kom hingað til lands á dögunum og var aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin var á Grand Hóteli. „Það þarf að vinna með áföll og fíkn á sama tíma, sem er enn ekki gert alls staðar hér á landi. Meðferðin þarf líka að vera kynjamiðuð. Þetta sýna rannsóknir.“ Stephanie Covington er þekktur fíknisérfræðingur í Bandaríkjunum. Hún vinnur fyrir fangelsisyfirvöld víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hún hefur sinnt ráðgjöf fyrir fjölda fangelsa og meðferðarstofnana í gegnum árin, meðal annars Betty Ford Clinic, sem nefnd er eftir fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Hún hefur komið fram í spjallþætti Opruh Winfrey, þar sem Oprah fylgdi henni eftir í því starfi sem Stephanie vinnur í fangelsum í Bandaríkjunum. Hún segir þá staðreynd að stór hluti meðferðarstofnana á Íslandi taki ekki á fíkn og áföllum samtímis barn síns tíma. „Svoleiðis voru áfengismeðferðir í Bandaríkjunum 1960-70. Á þeim tíma var sú meðferð talin góð og gild. En hún er löngu orðin úrelt.“ Nú sé staðan þannig í Bandaríkjunum að meðferðarstofnanir fái ekki styrki frá ríkinu nema þær fari eftir ákveðnum reglum sem kveða meðal annars á um að áföll séu meðhöndluð um leið og tekið sé á áfengis- og vímuefnafíkninni. „Stundum þarf að knýja fram breytingar og peningar spila oft stóra rullu í því. Það er bara þannig. Það er oft yfirvalda að grípa inn í og vera ekki að ráðstafa fé í meðferðir sem eru ekki í takt við tímann.“ Stephanie telur ýmsar ástæður fyrir fíknivanda og að þar spili bæði erfðir og umhverfisþættir rullu. Hún segir mikilvægt að meðhöndla fíknivanda með þekkingu á kynjafræði og áfallafræðum til hliðsjónar. „Þegar ég hóf að vinna með konum sem eiga við fíknivanda að stríða, fljótlega eftir að ég útskrifaðist með masterspróf í ráðgjöf úr Columbia, sá ég fljótt að þær áttu sér nánast allar áfallasögu. En þetta var hvergi rætt, hafði ekki verið rætt í skólanum, ekki á ráðstefnum sem ég sótti, hvergi. Mér fannst það svo furðulegt þannig að ég fór sjálf að fara á ráðstefnur og ræða þetta og ákvað að taka doktorspróf og fara að rannsaka þetta sjálf. Í 20 ár var hlegið að mér, mér var sagt að ég hefði rangt fyrir mér, að maður þyrfti að meðhöndla fíknivandann fyrst, áður en tekist væri á við áföllin, en ég var viss í minni sök.“ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Stephanie gert ótal rannsóknir, skrifað bækur og haldið ráðstefnur um málefnið. Hún er af mörgum talin einn helsti sérfræðingurinn á sviði fíknar. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur rætt mikið um þessa áfalla- og kynjamiðuðu nálgun og gagnrýnt starfsemi SÁÁ, sem halda úti fimm meðferðarstofnunum á Íslandi. Forystumenn SÁÁ hafa tekið gagnrýnina óstinnt upp, meðal annars sagt viðhorf talskonu Rótarinnar gamaldags og fordómafullt. Hvað segir Stephanie við því?„Það er ekki satt að þetta séu gamaldags viðhorf sem Rótin hefur. Það eru rannsóknir sem segja að konur sem eru hafðar til meðferðar með öðrum konum, í meðferð sem miðar að konum og áföllum, ná talsvert meiri árangri í áfengis- og vímuefnameðferðum en þær sem gera það ekki. Þessi nálgun er ekki talin neitt byltingarkennd, hún er viðurkennd í Bandaríkjunum og víðar. Það eru kannski ekki til íslenskar rannsóknir, en það er til nóg af rannsóknum um allan heim sem sýna fram á þetta.“En af hverju þessi áhugi hennar á fíkn? „Ég hætti sjálf að drekka fyrir mörgum áratugum og ákvað stuttu síðar að ég vildi hjálpa öðrum í sömu sporum. Að sama skapi hefur mér oft þótt fíkn mæta afgangi í kerfinu. Sennilega er hluti skýringarinnar sá að það er oft svo mikil skömm í kringum fíknir. Sem er áhugavert vegna þess að þegar maður pælir í því þá þekkjum við öll einhvern sem á við fíknivanda að stríða. Fíknivandinn er allt í kringum okkur, en hann er líka falinn. Í sögulegu samhengi hefur fíkn verið falin, henni afneitað, við skammast okkar fyrir hana. Það er algjör óþarfi.“Þessar áfengis- og vímuefnameðferðir standa til boða á Íslandi, samkvæmt velferðarráðuneytinu: Ýmis úrræði standa til boða þeim sem þurfa meðferð vegna áfengis- og vímuefnafíknar. Meðferð felst í skipulagðri, einstaklingsbundinni áætlun sem fylgt er undir handleiðslu fagmenntaðs fólks. Meðferð fyrir ávana- og vímuefnasjúklinga á Íslandi má skipta í þrjá aðalflokka: - Meðferð á geðdeildum sjúkrahúsa þar sem beitt er læknisfræðilegum aðferðum, - Meðferð á stofnunum sem styðjast við 12 spora kerfi AA-samtakanna, sem eru leiðbeiningar um hvernig fyrrverandi ofneytendum áfengis og annarra vímuefna sé ráðlegast að haga lífi sínu á batavegi, - Meðferð á stofnunum sem hafa kristna trú að leiðarljósi.Kristín Pálsdóttir er talskonar RótarinnarRótin er: Félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Rótin hefur talað fyrir breyttum meðferðarúrræðum við áfengis- og vímuefnavanda á Íslandi. Meðal annars hefur félagið lagt til að meðferð verði kynjaskipt og einstaklingar undir 18 ára aldri séu ekki í meðferð með þeim sem eldri eru. Félagið vill að stjórnvöld skoði betur hvernig fjármunum er varið í meðferðarúrræði og hvernig þjónustu hið opinbera sé að kaupa af einkaaðilum.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira