Hannes: Stór stund fyrir svo marga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 10:30 Hannes S. Jónsson og Jón Arnór Stefánsson benda á það að íslenski fáninn er á öllum skjáum í Mercedens Benz höllini. Vísir/Valli Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður örugglega einn stolltasti maðurinn á svæðinu í Mercedens Benz Höllinni í Berlín í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi. Ísland mætir heimamönnum í Þýskalandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket 2015 og er búist við fullri höll og mikilli stemningu. „Nú er þetta að bresta á og þessi sögulega stund þegar við tökum þátt í Eurobasket í fyrsta sinn. Það er mikil gleði í íslenska hópnum og gaman að vera hérna og fá að taka þátt í þessu," segir Hannes.Stund allrar körfuboltahreyfingarinnar „Þetta er svo stór stund fyrir svo marga. Það má segja að þetta sé stund allrar körfuboltahreyfingarinnar því það hafa svo margir beðið eftir þessu og margir hafa lagt hönd á plóg. Þetta er klárlega stærsta stundin í sögu KKÍ. Það er svo gaman að það munu margir fylgjast með og það eiga svo margir hlut í þessu því það eru svo margir sem hafa gert þetta að veruleika fyrir okkur á síðustu árum," segir Hannes. Íslendingar hafa fjölmennt til Berlínar og ætla að hvetja íslenska liðið í stúkunni. „Það verður ofboðslega skemmtilegt að sjá alla Íslendingana í höllinni. Ég hlakka til að sjá rúmlega þúsund Íslendinga í höllinni og ég vona að stemningin verði eftir því að menn taki vel á því og hvetji strákana. Strákarnir eiga það skilið að vera vel hvattir áfram. Ég á ekki von á öðru en að það verði bara gleði og hamingja í Mercedens Bens Arena," segir Hannes. Andstæðingarnir á mótinu eru margar af allra bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og það reynir mikið á íslenska liðið í leikjunum fimm.Ekki til nógu sterkt lýsingarorð „Þetta verður mjög erfitt og við ætlum að stilla öllum væntingum í hóf. Við erum komnir hingað til að gera okkar besta en erum að fara spila við bestu þjóðir í Evrópu. Þetta verður erfitt verkefni en krefjandi og skemmtilegt," segir Hannes. En hversu stórt verður þetta þegar leikurinn fer í gang í dag. „Þetta er mjög stórt. Lýsingarorðin eru varla til svo hægt sé að lýsa því hverstu stórt þetta er. Bæði fyrir íslenskan körfubolta, íslenska íþróttahreyfingu og Ísland yfir höfuð. Að vera komin á þetta svið er svo frábært og stórt og ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð," segir Hannes. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45 Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00 Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00 Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður örugglega einn stolltasti maðurinn á svæðinu í Mercedens Benz Höllinni í Berlín í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi. Ísland mætir heimamönnum í Þýskalandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket 2015 og er búist við fullri höll og mikilli stemningu. „Nú er þetta að bresta á og þessi sögulega stund þegar við tökum þátt í Eurobasket í fyrsta sinn. Það er mikil gleði í íslenska hópnum og gaman að vera hérna og fá að taka þátt í þessu," segir Hannes.Stund allrar körfuboltahreyfingarinnar „Þetta er svo stór stund fyrir svo marga. Það má segja að þetta sé stund allrar körfuboltahreyfingarinnar því það hafa svo margir beðið eftir þessu og margir hafa lagt hönd á plóg. Þetta er klárlega stærsta stundin í sögu KKÍ. Það er svo gaman að það munu margir fylgjast með og það eiga svo margir hlut í þessu því það eru svo margir sem hafa gert þetta að veruleika fyrir okkur á síðustu árum," segir Hannes. Íslendingar hafa fjölmennt til Berlínar og ætla að hvetja íslenska liðið í stúkunni. „Það verður ofboðslega skemmtilegt að sjá alla Íslendingana í höllinni. Ég hlakka til að sjá rúmlega þúsund Íslendinga í höllinni og ég vona að stemningin verði eftir því að menn taki vel á því og hvetji strákana. Strákarnir eiga það skilið að vera vel hvattir áfram. Ég á ekki von á öðru en að það verði bara gleði og hamingja í Mercedens Bens Arena," segir Hannes. Andstæðingarnir á mótinu eru margar af allra bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og það reynir mikið á íslenska liðið í leikjunum fimm.Ekki til nógu sterkt lýsingarorð „Þetta verður mjög erfitt og við ætlum að stilla öllum væntingum í hóf. Við erum komnir hingað til að gera okkar besta en erum að fara spila við bestu þjóðir í Evrópu. Þetta verður erfitt verkefni en krefjandi og skemmtilegt," segir Hannes. En hversu stórt verður þetta þegar leikurinn fer í gang í dag. „Þetta er mjög stórt. Lýsingarorðin eru varla til svo hægt sé að lýsa því hverstu stórt þetta er. Bæði fyrir íslenskan körfubolta, íslenska íþróttahreyfingu og Ísland yfir höfuð. Að vera komin á þetta svið er svo frábært og stórt og ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð," segir Hannes.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45 Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00 Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00 Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Sjá meira
Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30
Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00
Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45
Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00
Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00
Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00