Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 16:01 Hörður Axel Vilhjálmsson reynir hér að troða boltanum í körfu Þjóðverja í leiknum í dag. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. Auk þess að skora 11 stig þá tók Hörður Axel 6 fráköst og stal 2 boltum af leikmönnum þýska liðsins. „Það svíður að hafa klikkað svona mikið á vítalínunni. Við komum okkur í góða stöðu til að hugsanlega vinna leikinn og við erum sáttir með það," sagði Hörður Axel. „Við gerðum ekki nóg og það er drullufúlt af því að okkur finnst við hafa átt skilið að vinna leikinn," sagði Hörður en íslenska liðið vann fjórða leikhlutann með tíu stigum og var næstum því búið að vinna upp forskot Þjóðverjanna. „Við sýndum seiglu og það að við munum halda áfram sama hvað. Við erum komnir á mótið til þess að láta hafa fyrir okkur og ætlum að gera eitthvað hérna. Við erum ekki komnir hingað bara til að vera með. Við erum engir túristar í Berlín," sagði Hörður Axel. „Auðvitað erum við sáttir með að sýna öllum það að við erum mættir en við erum dullufúlir með að hafa ekki unnið leikinn," sagði Hörður Axel. Hann var frábær í vörninni og grimmur í öllum sínum aðgerðum. „Já ég var alveg ánægður með minn leik. Ég er í stóru varnarhlutverki hér og það er mitt að setja svolítið tóninn. Ég er sáttur með vörnina mína en hún er yfirleitt alltaf til staðar. Ég hefði sem dæmi mátt skjóta betur á vítalínunni," sagði Hörður Axel. Hörður Axel klikkaði á 4 af 7 vítum sínum og íslenska liðið klikkaði alls á tíu vítum í leiknum. „Ég hugsa um þessi víti sem klikkuðu á leiðinni inn í klefa en svo ætla ég að gleyma þeim," sagði Hörður. En hvernig er orkan eftir erfiðan fyrsta leik. „Ég er góður enda búinn að vera í stanslausri meðhöndlun hjá frábærum sjúkraþjálfurum. Ég hef oft verið þreyttari en þetta. Nú er bara áfram gakk og næsti leikur á morgun," sagði Hörður Axel að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42 Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. Auk þess að skora 11 stig þá tók Hörður Axel 6 fráköst og stal 2 boltum af leikmönnum þýska liðsins. „Það svíður að hafa klikkað svona mikið á vítalínunni. Við komum okkur í góða stöðu til að hugsanlega vinna leikinn og við erum sáttir með það," sagði Hörður Axel. „Við gerðum ekki nóg og það er drullufúlt af því að okkur finnst við hafa átt skilið að vinna leikinn," sagði Hörður en íslenska liðið vann fjórða leikhlutann með tíu stigum og var næstum því búið að vinna upp forskot Þjóðverjanna. „Við sýndum seiglu og það að við munum halda áfram sama hvað. Við erum komnir á mótið til þess að láta hafa fyrir okkur og ætlum að gera eitthvað hérna. Við erum ekki komnir hingað bara til að vera með. Við erum engir túristar í Berlín," sagði Hörður Axel. „Auðvitað erum við sáttir með að sýna öllum það að við erum mættir en við erum dullufúlir með að hafa ekki unnið leikinn," sagði Hörður Axel. Hann var frábær í vörninni og grimmur í öllum sínum aðgerðum. „Já ég var alveg ánægður með minn leik. Ég er í stóru varnarhlutverki hér og það er mitt að setja svolítið tóninn. Ég er sáttur með vörnina mína en hún er yfirleitt alltaf til staðar. Ég hefði sem dæmi mátt skjóta betur á vítalínunni," sagði Hörður Axel. Hörður Axel klikkaði á 4 af 7 vítum sínum og íslenska liðið klikkaði alls á tíu vítum í leiknum. „Ég hugsa um þessi víti sem klikkuðu á leiðinni inn í klefa en svo ætla ég að gleyma þeim," sagði Hörður. En hvernig er orkan eftir erfiðan fyrsta leik. „Ég er góður enda búinn að vera í stanslausri meðhöndlun hjá frábærum sjúkraþjálfurum. Ég hef oft verið þreyttari en þetta. Nú er bara áfram gakk og næsti leikur á morgun," sagði Hörður Axel að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42 Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42
Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19
Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35