Körfubolti

Jón Arnór átti þátt í fjórtán körfum íslenska liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Valli
Jón Arnór Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins enda bæði langstigahæstur í liðinu og sá sem gaf langflestar stoðsendingar.

Jón Arnór skoraði 23 stig, níu fleiri en næsti maður í íslenska liðsinu og þá gaf hann 5 stoðsendingar eða þremur fleiri en næsti maður hjá Íslandi.

Jón Arnór skoraði allar níu körfur sínar fyrir innan þriggja stiga línuna en hann náði ekki að nýta eitt af þremur þriggja stiga skotum sínum.

Jón Arnór kom því alls að 14 af 23 körfum íslenska liðsins í leiknum en enginn annar leikmaður í B-riðlinum kom með beinum hætti að jafnmörgum körfum í gær.

Ítalin Danilo Gallinari var stigahæstur í fyrstu umferðinni í riðli Íslands með 33 stig en hann skoraði þó bara jafnmargar körfur og Jón Arnór. Jón Arnór átti síðan þrjár fleiri stoðsendingar.

Serbinn Nemanja Bjelica átti flottan leik þegar Serbar unnu Spánverja en hann skoraði 24 stig og gaf 4 stoðsendingar. Bjelica kom alls að tólf körfum serbneska liðsins eða tveimur færri en Jón Arnór.

Þjóðverjinn Dennis Schröder skoraði sjö körfur og gaf 4 stoðsendingar en það gerir ellefu körfur sem hann kom að með beinum hætti. Aðrir leikmenn komu að færri körfum í fyrstu umferðinni í gær.


Tengdar fréttir

Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín

Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015.

Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni

Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket.

Hlynur Bæringsson: Menn fóru að þora meira í seinni hálfleik

Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti erfitt uppdráttar framan af leik en kom gríðarlega sterkur inn í fjórða leikhlutann þegar íslenska liðið tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×