Körfubolti

Meiddist illa á móti Íslandi og verður ekki með í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin Benzing var sárþjáður.
Robin Benzing var sárþjáður. Vísir/Getty
Þjóðverjar urðu fyrir skakkaföllum í leiknum á móti Íslendingum á Evrópumótinu í körfubolta í gær og mæta að þeim sökum bara ellefu til leiks á móti sterku liði Serba í annarri umferð riðilsins í dag.

Robin Benzing, tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og var borinn af velli. Benzing er 26 ára og 208 sentímetra framherji sem spilar með spænska liðinu CAI Zaragoza.

Meiðsli Benzing eru ekki ljós og þarf að bíða með frekari rannsóknir á meðan bólgan hjaðnar. Það kemur því ekki ljós fyrr en á morgum hversu alvarleg meiðslin eru.

„Læknaliðið okkar hafði skjót handtök og reyndi að halda bólgunni í skefjum. Læknar og sjúkraþjálfarar okkar ákváðu síðan að ekki væri hægt að gera frekari greiningu á alvarleika meiðslanna í dag (laugardag)," sagði í yfirlýsingu frá þýska körfuboltasambandinu.

Benzing var með 6 stig, 2 stoðsendingar og 1 fráköst á þeim tólf mínútum sem hann spilaði. Þýska liðið vann með fjórtán stigum þær mínútur sem hann spilaði í leiknum.

Þegar Benzing meiddist var sjö og hálf mínúta eftir af leiknum og þýska liðið var þá með fjórtán stiga forystu, 61-47. Íslensku strákarnir unnu síðustu rúmu sjö mínútur leiksins 18-10.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín

Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015.

Hlynur Bæringsson: Menn fóru að þora meira í seinni hálfleik

Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti erfitt uppdráttar framan af leik en kom gríðarlega sterkur inn í fjórða leikhlutann þegar íslenska liðið tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×