Bjelica tryggði Serbum sigur á Þjóðverjum þegar 0,9 sekúndur voru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 14:59 Nemanja Bjelica. Vísir/Getty Serbía er áfram með fullt hús í riðli Íslands eftir 68-66 sigur á Þjóðverjum í æsispennandi leik í Mercedens Benz höllinni í Berlín í dag. Nemanja Bjelica skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar áttu mjög góða spretti í leiknum og stríddu hinu sterka liði Serba sem kannski var enn hátt uppi eftir sigurinn á Spáni. Serbarnir hittu mjög illa fyrir utan en héldu sér inn í leiknum á fráköstum og klókindum. Nemanja Bjelica var stigahæstur hjá Serbum með tólf stig en serbneska liðið hitti illa í leiknum og gat á endanum þakkað fyrir sigurinn. Bjelica ætlar greinilega að láta til sín taka á mótinu en hann var frábær í sigri á Spánverjum í gær og gerði síðan út um leikinn í lokin í dag. Nemanja Bjelica er á leiðinni í NBA-deildina en hann hefur gert samning um að spila með liði Minnesota Timberwolves. Dirk Nowitzki skoraði 15 stig og tók 10 fráköst hjá Þjóðverjum og Tibor Pleiss, sem er á leiðinni í NBA, var með 15 stig og 7 fráköst. Dennis Schröder var síðan með 11 stig og 6 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var hnífjafn en Serbar leiddu með einu stigi eftir hann, 19-18. Þjóðverjar skoruðu mikið inn í teig (12 af 18 stigum) og Serbarnir klikkuðu á 75 prósent skota sinna fyrstu tíu mínútur leiksins. Líkt og á móti Íslandi þá var Dirk Nowitzki mjög rólegur í fyrsta leikhlutanum en hann fór á flug í öðrum þar sem hann skorað 10 af 12 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar náðu mest sjö stiga forystu í hálfleiknum en Serbarnir komu sér aftur inn í leikinn þrátt fyrir slæma hittni og voru aftur komnir yfir í hálfleik, 39-38. Serbarnir hittu skelfilega í hálfleiknum (8 prósent í þriggja, 13/1) en héldu sér á lífi með því að taka tólf sóknarfráköst í hálfleiknum. Þjóðverjar tóku aðeins eitt sóknarfrákast í öllum hálfleiknum. Þjóðverjar komust aftur yfir í þriðja leikhlutanum en viti menn Serbarnir náðu enn á ný forystunni með því enda leikhlutann vel. Serbneska liðið vann þannig síðustu fjórar mínútur þriðja leikhlutans 9-3 og var 50-48 yfir fyrir lokaleikhlutann. Serbar náðu sex stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta (56-50) en Þjóðverjar voru ekkert á því að gefa sig, jöfnuðu í 56-56 og komust svo yfir í 60-59. Nemanja Bjelica skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir Serba á lokakafla leiksins og Nemanja Nedovic kom liðinu í 66-63 þegar 54 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki hafði þá klikkað á víti þegar hann gat jafnað leikinn. Heiko Schaffartzik, góður vinur Loga Gunnarssonar, jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 66-66, þegar 23 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki gaf þá boltann óeigingjarnt út á hann. Nemanja Bjelica var ekki hættur og skoraði sigurkörfu Serbíu þegar 0.9 sekúndur voru eftir. Hann skoraði tólf stig í leiknum en sjö þeirra komu á síðustu fimm mínútunum. EM 2015 í Berlín Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Sjá meira
Serbía er áfram með fullt hús í riðli Íslands eftir 68-66 sigur á Þjóðverjum í æsispennandi leik í Mercedens Benz höllinni í Berlín í dag. Nemanja Bjelica skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar áttu mjög góða spretti í leiknum og stríddu hinu sterka liði Serba sem kannski var enn hátt uppi eftir sigurinn á Spáni. Serbarnir hittu mjög illa fyrir utan en héldu sér inn í leiknum á fráköstum og klókindum. Nemanja Bjelica var stigahæstur hjá Serbum með tólf stig en serbneska liðið hitti illa í leiknum og gat á endanum þakkað fyrir sigurinn. Bjelica ætlar greinilega að láta til sín taka á mótinu en hann var frábær í sigri á Spánverjum í gær og gerði síðan út um leikinn í lokin í dag. Nemanja Bjelica er á leiðinni í NBA-deildina en hann hefur gert samning um að spila með liði Minnesota Timberwolves. Dirk Nowitzki skoraði 15 stig og tók 10 fráköst hjá Þjóðverjum og Tibor Pleiss, sem er á leiðinni í NBA, var með 15 stig og 7 fráköst. Dennis Schröder var síðan með 11 stig og 6 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var hnífjafn en Serbar leiddu með einu stigi eftir hann, 19-18. Þjóðverjar skoruðu mikið inn í teig (12 af 18 stigum) og Serbarnir klikkuðu á 75 prósent skota sinna fyrstu tíu mínútur leiksins. Líkt og á móti Íslandi þá var Dirk Nowitzki mjög rólegur í fyrsta leikhlutanum en hann fór á flug í öðrum þar sem hann skorað 10 af 12 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar náðu mest sjö stiga forystu í hálfleiknum en Serbarnir komu sér aftur inn í leikinn þrátt fyrir slæma hittni og voru aftur komnir yfir í hálfleik, 39-38. Serbarnir hittu skelfilega í hálfleiknum (8 prósent í þriggja, 13/1) en héldu sér á lífi með því að taka tólf sóknarfráköst í hálfleiknum. Þjóðverjar tóku aðeins eitt sóknarfrákast í öllum hálfleiknum. Þjóðverjar komust aftur yfir í þriðja leikhlutanum en viti menn Serbarnir náðu enn á ný forystunni með því enda leikhlutann vel. Serbneska liðið vann þannig síðustu fjórar mínútur þriðja leikhlutans 9-3 og var 50-48 yfir fyrir lokaleikhlutann. Serbar náðu sex stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta (56-50) en Þjóðverjar voru ekkert á því að gefa sig, jöfnuðu í 56-56 og komust svo yfir í 60-59. Nemanja Bjelica skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir Serba á lokakafla leiksins og Nemanja Nedovic kom liðinu í 66-63 þegar 54 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki hafði þá klikkað á víti þegar hann gat jafnað leikinn. Heiko Schaffartzik, góður vinur Loga Gunnarssonar, jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 66-66, þegar 23 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki gaf þá boltann óeigingjarnt út á hann. Nemanja Bjelica var ekki hættur og skoraði sigurkörfu Serbíu þegar 0.9 sekúndur voru eftir. Hann skoraði tólf stig í leiknum en sjö þeirra komu á síðustu fimm mínútunum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti