Fótbolti

Belgar og Ítalar í kjörstöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ítalar fagna marki Daniel De Rossi.
Ítalar fagna marki Daniel De Rossi. vísir/getty
Bosnía-Hersegóvína, Belgía og Ítalía unnu góða sigra í sínum riðlum í undankeppni fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar.

Sigur Bosníu gefur lítið því Belgía vann sigur á Kýpur undir lok leiks. Eden Hazard gerði sigurmarkið á 85. mínútu og fer því langleiðina með að tryggja Belgíu á EM.

Ítalía er í afar góðri stöðu á toppi H-riðils eftir 1-0 sigur á Búlgaríu. Daniel De Rossi gerði eina markið úr vítaspyrnu, en hann fékk einnig að líta rauða spjaldið.

Úrslit og markaskorarar:

Bosnía-Hersegóvína - Andorra 3-0

1-0 Ermin Bicakcic (14.), 2-0 Edin Dzeko (30.), 3-0 Senad Lulic (45.).

Kýpur - Belgía 0-1

0-1 Eden Hazard (85.).

Ítalía - Búlgaría 1-0

1-0 Daniele De Rossi - víti (5.).

Rautt spjald: Daniele De Rossi - Ítalía (55.), Ilian Micanski - Búlgaría (56.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×