Fótbolti

Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jóhann í leiknum í kvöld.
Jóhann í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm
„Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld.

„Nú verður partý. Þetta er besta tilfinning sem ég hef á ævinni kynnst. Þetta er yndislegt. Við gátum ekki rassgat í dag, það er bara þannig. Mér er alveg sama því við fengum þetta stig sem við þurftum.“

Jóhann Berg hafi ekki mikinn áhuga á að velta fyrir sér leiknum í dag. Þetta snérist allt um stigið sem vantaði.

„Þetta var markmiðið okkar. Liðið er ótrúlegt og allir saman í þessu, jafnt í byrjunarliðinu, starfsfólkið og allir á bekknum. Það eru allir að róa á sömu mið.

„Auðvitað er það svolítið skrýtið að litla Ísland sé komið á EM en auðvitað höfum við sagt þetta allta keppnina að við ætlum til Frakklands og nú erum við komnir þangað.

„Þeir voru sáttir með stigið, við vorum sáttir með stigið. Það voru allir sáttir með stigið. Það verður fagnað alls staðar í kvöld,“ sagði Jóhann Berg að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×