Fótbolti

Jón Daði: Þetta er bara lygilegt

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta er bara lygilegt ef maður á að segja alveg eins og er,“ segir Jón Daði Böðvarsson, leikmaður íslenska landsliðins, eftir leikinn gegn Kasakstan í kvöld. Ísland tryggði sér sæti á fyrsta stórmótið í sögu þjóðarinnar eftir 0-0 jafntefli.

„Við vorum ekkert að hugsa út í svona afrek fyrir svona sex árum. Núna erum við allt í einu bara komnir þangað. Þetta er nokkuð skrítið og maður er ennþá að reyna átta sig á þessu.“

Jón segir að stemningin eftir leik hafi verið ótrúleg innan hópsins.

„Það varð allt vitlaust inni í klefa, sungið, trallað og spiluð há músík. Leikurinn var nokkuð erfiður, eins og við vissum alveg að hann yrði.“

Hann segir að það hafa verið erfitt að brjóta þá á bak aftur.

„Þetta er hrikalega stórir kallar þarna aftast og erfitt að komast í gegnum þá. Við vorum einbeittir að ná stiginu, auðvitað hefði verið gaman að vinna þá í dag en það skiptir engu máli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×