Körfubolti

Fór í ísbað eftir leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór er aðalmaðurinn í íslenska liðinu.
Jón Arnór er aðalmaðurinn í íslenska liðinu. vísir/valli
Jón Arnór bjó til fjórtán íslenskar körfur í fyrsta leiknum við Þjóðverja þar sem hann skoraði 23 stig og gaf 5 stoðsendingar.

Leikurinn við Þjóðverjar reyndi skiljanlega mikið á Jón Arnór og hann viðurkenndi eftir leikinn við Ítalíu að fyrsti leikurinn hafi tekið sinn toll.

„Ég var rosalega þreyttur í þessum leik. Ég fékk smá kraft í seinni hálfleik en ég var rosalega þreyttur í fyrri hálfleik. Ég var stemdur en lappirnar mínar voru þreyttar," sagði Jón Arnór en þegar skotin voru ekki að fara rétta leið þá varð þetta enn erfiðara.

„Ég var fljótur að detta niður og verða þreyttari þegar ég var að klikka. Ég spilaði margar mínútur í dag og ég man ekki hvenær ég spilaði svona margar mínútur síðast," sagði Jón Arnór en hann var inná vellinum í 35 mínútur og 16 sekúndur.

Jón Arnór beitir öllum brögðum til að halda sér sem ferskustum á mótinu þar sem íslenska liðið spilar fimm leiki á sex dögum.

„Ég tók ísbað í gær og var í sjúkraþjálfun og upp á hóteli að slaka á. Ég náði alveg að gíra mig upp í dag (í gær). Við erum með flotta sjúkraþjálfara með okkur. Við ætlum bara að horfa á leikinn í kvöld," sagði Jón Arnór eftir leikinn og vísaði þar til fótboltalandsleiksins þar sem Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi.

Íslenska liðið spilar næst við Serbíu á þriðjudaginn og fær því einn dag til að hvíla sig fyrir þrjá síðustu leikina á mótinu.

„Þessi frídagur kemur sér vel. Við þurfum á því að halda að fá einn svona dag. Við erum að spila á færri mönnum heldur en flest hin liðin þannig að við þurfum á þessum frídegi að halda," sagði Jón Arnór.


Tengdar fréttir

Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana

Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta.

Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins.

Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu.

Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×