Körfubolti

Hreinsuðu hugann úti á miðju keppnisgólfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur og Haukar hafa báðir sett niður sex þrista á EM.
Hlynur og Haukar hafa báðir sett niður sex þrista á EM. vísir/valli
„Það var mjög gott að það var ekki leikur í dag,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, en íslenska landsliðið átti hvíldardag í gær þar sem strákarnir söfnuðu orku fyrir lokaátökin í Berlín. Fram undan eru síðan þrír erfiðir leikir á þremur dögum.

„Það er mjög mikil orka sem fer í þetta og ég get ekkert neitað því. Það er gríðarlega erfitt enda margar mínútur og þungir karlar,“ segir Hlynur sem er að berjast við miklu hærri menn undir körfunum.

Hlynur hefur skorað sex af átta körfum sínum í mótinu fyrir utan þriggja stiga línuna og er önnur mesta langskytta riðilsins til þessa. „Takmarkið hjá mér á þessu móti var að geta verið aðeins fyrir utan á móti þessum sleggjum sem vilja það helst ekki,“ segir Hlynur en aðeins liðsfélagi hans, Haukur Helgi Pálsson, hefur skorað jafn marga þrista í riðlinum í Berlín. Þeir eru báðir með sex þrista og 55 prósent nýtingu.

Íslenska liðið fór í jóga á miðju gólfinu í Mercedens-Benz höllinni í gær. „Það er mjög þægilegt að ná því að kúpla sig frá umheiminum í smá stund. Það er mjög gott að hreinsa hugann. Þetta var mjög hugguleg stund,“ segir Hlynur.



„Ég held að Serbar séu mjög líklegir til að vinna þetta mót enda voru þeir í öðru sæti á HM í fyrra,“ segir Hlynur um mótherja dagsins. „Við verðum bara að vera stoltir og vera á fullu á móti þeim allan tímann. Það koma erfiðir tímar í þessum leik og það eru meiri líkur en minni að þeir nái einhverjum góðum spretti. Þá verðum við að vera sterkir því ef þeir finna lyktina af blóði þá keyra þeir yfir liðin,“ segir Hlynur.


Tengdar fréttir

Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana

Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta.

Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins.

Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu.

Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins.

Fór í ísbað eftir leikinn

Jón Arnór Stefánsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og það er mikið álag á besta leikmanni liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×