Körfubolti

Hækkuðu vítanýtinguna sína annan leikinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór ræðir hér við Hlyn og Jakob.
Jón Arnór ræðir hér við Hlyn og Jakob. Vísir/Valli
Íslenska körfuboltalandsliðið hefur fengið á sig smá gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu í fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín.

Íslenska liðið klikkaði þannig á sextán vítaskotum í tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Þýskalandi og Ítalíu, í leikjum sem töpust bara með samtals þrettán stigum.

Hvort sem það var stress eða spennan í leikjunum sem voru að trufla íslensku leikmennina þá hefur vítanýting nú farið batnandi með hverjum leik.

Íslensku strákarnir nýttu aðeins 55 prósent víta sinna í fyrsta leik sínum á mótinu sem var á móti Þýskalandi. Þá fóru aðeins 12 af 22 vítum rétta leið sem þýðir að leikmenn íslenska liðsins klikkuðu á tíu vítum í sex stiga tapi.

Strákunum tókst að laga vítanýtinguna í Ítalíuleiknum þar sem liði nýtti 68 prósent víta sinna eða 13 af 19. Íslenska liðið klikkaði þá á sex vítum í sjö stiga tapi.

Íslenska liðið var síðan með langbestu vítanýtinguna í þriðja leiknum á móti Serbíu þar sem 83 prósent vítanna fóru rétta leið. Ísland fékk 12 víti í leiknum og nýtti 10 þeirra.

Ísland var með betri vítanýtingu en Serbar í leiknum en Serbarnir nýttu "bara" 74 prósent víta sinna.

Ísland er nú í 19. sæti af 24 liðum yfir bestu vítanýtinguna á öllu Eurobasket mótinu en íslenska liðið hefur nýtt 66 prósent víta sinna (35 af 53).

Ítalir, sem eru með Íslandi í riðli, eru þar langhæstir en þeir hafa nýtt 88,5 prósent víta sinna til þessa í mótinu (69 af 78).

Þjóðverjar eru í 5. sæti (81,8 prósent), Spánverjar í 9. sæti (76,0 prósent) og Tyrkir eru í 14. sæti (71,2 prósent).


Tengdar fréttir

Lenda íslensku strákarnir í reiðum Spánverjum í kvöld?

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja en þeir fylgdu eftir tapi í fyrsta leik með 27 stiga sigri á Tyrkjum.

Við erum ekkert saddir

Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni.

Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel

Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu.

Finnur: Eigum enn inni þennan draumaskotleik

Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik sá jákvæða punkta í 29 stiga tapi gegn Serbíu í gær en íslenska liðinu gekk illa að hitta úr skotunum sínum í leiknum.

Pavel: Ég er jóker hérna

Pavel Ermolinskij spilar margar stöður fyrir íslenska körfuboltalandsliðið á Evrópumótinu í Berlín en þjálfarateymið reynir oft að stilla honum upp á óvenjulegum stöðum til að reyna nýta sér hæð og fjölhæfni hans betur.

Hef ennþá hraðann, sem betur fer

Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn.

Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla

Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×