Magnaður Jason Day sigraði á Barclays 31. ágúst 2015 00:24 Jason Day fagnar ásamt eiginkonu sinni í kvöld. Getty Jason Day sigraði í sínu öðru atvinnugolfmóti í röð í kvöld en hann bar sigur úr býtum á Barclays meistaramótinu sem fram fór á Plainfield vellinum. Day, sem er nýkrýndur PGA-meistari, var með eins högga forystu fyrir lokahringinn sem hann lék óaðfinnanlega, á 62 höggum eða á átta undir pari. Hann sigraði því mótið með töluverðum yfirburðum á samtals 19 höggum undir pari en Svíinn Henrik Stenson endaði einn í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Sigurinn í kvöld skýtur Jason Day upp í efsta sætið á FedEx stigalista PGA-mótaraðarinnar en Jordan Spieth, sem náði ekki niðurskurðinum um helgina, féll niður í annað sætið. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem hefst í næstu viku en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar þátttökurétt. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jason Day sigraði í sínu öðru atvinnugolfmóti í röð í kvöld en hann bar sigur úr býtum á Barclays meistaramótinu sem fram fór á Plainfield vellinum. Day, sem er nýkrýndur PGA-meistari, var með eins högga forystu fyrir lokahringinn sem hann lék óaðfinnanlega, á 62 höggum eða á átta undir pari. Hann sigraði því mótið með töluverðum yfirburðum á samtals 19 höggum undir pari en Svíinn Henrik Stenson endaði einn í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Sigurinn í kvöld skýtur Jason Day upp í efsta sætið á FedEx stigalista PGA-mótaraðarinnar en Jordan Spieth, sem náði ekki niðurskurðinum um helgina, féll niður í annað sætið. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem hefst í næstu viku en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar þátttökurétt.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira