Syngja og spila tónlist frægra kvenna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2015 10:45 Þær Þórhildur, Helga, Kristjana og Lára Sóley eru ábúðarmiklar yfir hlutverki sínu. MYND/Daníel Starrason „Við ætlum að flagga tónlist kvenna sem hafa orðið frægar fyrir lagasmíðar og flutning, þar má nefna Joni Mitchell, Carole King, Tracy Chapman, Christina McVie og Joan Baez, svo verðum við líka með okkar eigið efni,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir. Hún er ein af norðlenskum konum í KÍTÓN (félagi kvenna í tónlist) sem halda tónleika í Hlöðunni, Litla Garði, í kvöld sem hefjast klukkan 20 30. Lára Sóley bæði syngur og spilar á fiðlu, meðal annars í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og er útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar og kveðst svo heppin að fá að starfa við sitt áhugamál. Aðrar úr félaginu sem koma fram eru Helga Kvam píanóleikari, Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona. „Við komum svolítið úr ólíkum áttum í tónlistinni en langaði að gera eitthvað saman og minnast um leið 100 ára kosningaafmælis kvenna. Svo viljum við líka vekja athygli á KÍTÓN hér fyrir norðan og helst stækka hópinn,“ segir Sóley. Hún tekur fram að sérstakir gestir verði með þeim í kvöld, þær Ásdís Arnardóttir sem leikur á selló og kontrabassa og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir sem spilar á harmóníku og stundar háskólanám í þeirri grein í Noregi. Fyrir utan tónleika kvöldsins í Gömlu hlöðunni hafa þær norðlensku KÍTÓN-konur skipulagt tónleika á Græna hattinum í september og þá þriðju og síðustu í röðinni í Akureyrarkirkju í október. „Þá verða gestir með okkur,“ segir Lára Sóley. „Nokkrar úr KÍTÓN í Reykjavík, kórar og fleiri. Væntanlega kvennakórar? „Já, reyndar er einn karlstjórnandi,“ svarar Lára Sóley. „Ég veit ekki nema ég klæði hann í kjól!“ Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við ætlum að flagga tónlist kvenna sem hafa orðið frægar fyrir lagasmíðar og flutning, þar má nefna Joni Mitchell, Carole King, Tracy Chapman, Christina McVie og Joan Baez, svo verðum við líka með okkar eigið efni,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir. Hún er ein af norðlenskum konum í KÍTÓN (félagi kvenna í tónlist) sem halda tónleika í Hlöðunni, Litla Garði, í kvöld sem hefjast klukkan 20 30. Lára Sóley bæði syngur og spilar á fiðlu, meðal annars í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og er útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar og kveðst svo heppin að fá að starfa við sitt áhugamál. Aðrar úr félaginu sem koma fram eru Helga Kvam píanóleikari, Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona. „Við komum svolítið úr ólíkum áttum í tónlistinni en langaði að gera eitthvað saman og minnast um leið 100 ára kosningaafmælis kvenna. Svo viljum við líka vekja athygli á KÍTÓN hér fyrir norðan og helst stækka hópinn,“ segir Sóley. Hún tekur fram að sérstakir gestir verði með þeim í kvöld, þær Ásdís Arnardóttir sem leikur á selló og kontrabassa og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir sem spilar á harmóníku og stundar háskólanám í þeirri grein í Noregi. Fyrir utan tónleika kvöldsins í Gömlu hlöðunni hafa þær norðlensku KÍTÓN-konur skipulagt tónleika á Græna hattinum í september og þá þriðju og síðustu í röðinni í Akureyrarkirkju í október. „Þá verða gestir með okkur,“ segir Lára Sóley. „Nokkrar úr KÍTÓN í Reykjavík, kórar og fleiri. Væntanlega kvennakórar? „Já, reyndar er einn karlstjórnandi,“ svarar Lára Sóley. „Ég veit ekki nema ég klæði hann í kjól!“
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira