Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: "Ofboðslegt kjaftshögg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2015 21:45 „Annaðhvort gefst maður upp og leggst undir sæng en við tókum þann pólinn strax að ætla að sigrast á þessu og taka þetta svolítið með hnefunum,“ segir Olga Færseth, fyrrverandi landliðskona í knattspyrnu í Íslandi í dag. Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir hennar og Pálínu Guðrúnar Bragadóttir greindist fyrr í sumar með illkynja krabbameinsæxsli í rasskinn. Kolfinna Rán greindist með krabbamein í lok júní eftir að Olga og Pálína fundu á rass hennar bólgu sem þær héldu fyrst að Kolfinna hefði fengið við fall. Eftir að bólgan hjaðnaði ekki leituðu þær til lækna. Niðurstaðan var illkynja krabbamein og segir Olga að það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar. „Við erum með alheilbrigða stelpu sem hefur varla veikst og er alveg rosalega öflug. Maður heldur bara að hún hafi dottið á bossann, það er engar aðrar bjöllur sem kveikja á því að þetta gæti verið eitthvað meira. Þetta var ofboðslegt kjaftshögg.“ Hafa safnað nærri tveimur milljónum fyrir SKBKolfinna Rán í veiðiferðOlga FærsethKolfinna Rán hefur verið í lyfjameðferð sem tekur sex mánuði og þótt að hún eigi erfiða daga inn á milli sýnir hún mikinn styrk þrátt fyrir ungan aldur. „Hún er alveg ótrúleg. Hún tekur bara einn dag fyrir í einu. Börn eru þannig að þau eru ekkert að spá hversu veik verð ég eftir viku eða mánuð. Hún er bara alveg ótrúlega sterk.“ Olga og Pálína hafa stofnað hlaupahóp fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardaginn sem ber heitið Áfram Kolfinna Rán. Hópurinn hefur þegar safnað tæplega tveimur milljónum krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Olga hvetur alla til þess að leggja sitt af mörkum og styrkja góð málefni. „Við viljum bara hvetja fólk til að fara inn á www.hlaupastyrkur.is. Ég er ekki að biðja fólk endilega um að styrkja okkur. Þar eru fullt af flottum málefnum og þar getur fólk fundið sér málefni sem höfðar til þeirra.“ Tengdar fréttir Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15 Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Annaðhvort gefst maður upp og leggst undir sæng en við tókum þann pólinn strax að ætla að sigrast á þessu og taka þetta svolítið með hnefunum,“ segir Olga Færseth, fyrrverandi landliðskona í knattspyrnu í Íslandi í dag. Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir hennar og Pálínu Guðrúnar Bragadóttir greindist fyrr í sumar með illkynja krabbameinsæxsli í rasskinn. Kolfinna Rán greindist með krabbamein í lok júní eftir að Olga og Pálína fundu á rass hennar bólgu sem þær héldu fyrst að Kolfinna hefði fengið við fall. Eftir að bólgan hjaðnaði ekki leituðu þær til lækna. Niðurstaðan var illkynja krabbamein og segir Olga að það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar. „Við erum með alheilbrigða stelpu sem hefur varla veikst og er alveg rosalega öflug. Maður heldur bara að hún hafi dottið á bossann, það er engar aðrar bjöllur sem kveikja á því að þetta gæti verið eitthvað meira. Þetta var ofboðslegt kjaftshögg.“ Hafa safnað nærri tveimur milljónum fyrir SKBKolfinna Rán í veiðiferðOlga FærsethKolfinna Rán hefur verið í lyfjameðferð sem tekur sex mánuði og þótt að hún eigi erfiða daga inn á milli sýnir hún mikinn styrk þrátt fyrir ungan aldur. „Hún er alveg ótrúleg. Hún tekur bara einn dag fyrir í einu. Börn eru þannig að þau eru ekkert að spá hversu veik verð ég eftir viku eða mánuð. Hún er bara alveg ótrúlega sterk.“ Olga og Pálína hafa stofnað hlaupahóp fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardaginn sem ber heitið Áfram Kolfinna Rán. Hópurinn hefur þegar safnað tæplega tveimur milljónum krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Olga hvetur alla til þess að leggja sitt af mörkum og styrkja góð málefni. „Við viljum bara hvetja fólk til að fara inn á www.hlaupastyrkur.is. Ég er ekki að biðja fólk endilega um að styrkja okkur. Þar eru fullt af flottum málefnum og þar getur fólk fundið sér málefni sem höfðar til þeirra.“
Tengdar fréttir Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15 Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15
Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03