Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Heimir Már Pétursson skrifar 23. ágúst 2015 18:59 Tugþúsundir flóttamanna; karlar, konur og börn eru á vergangi víðs vegar um Evrópu vegna átaka sem Vesturlönd hafa átt beina eða óbeina aðild að. Landamæraverðir í Makedóníu gáfust upp í morgun við að reyna að hefta straum fólks yfir landamærin frá Grikklandi. Undanfarnar vikur hafa um tvö þúsund manns farið yfir landamærin frá yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi yfir til Makedóníu. Ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en eftir að varnarmúrar brustu í gær gáfust landamæraverðir endanlega upp í morgun við að reyna að hemja strauminn. Flóttafólk sem kemur þessa leið er flest frá Afganistan, Sýrlandi og Írak og er á flótta undan stríðsátökum. Flestir stoppa ekki lengi í Makedóníu en halda förinni áfram til Serbíu og þaðan til Ungverjalands í von um að komast að lokum inna á Schengen svæðið í öryggið í vestur Evrópu. Lestarstöðin í Gevgelija í Makedóníu er full af fólki sem dögum saman hefur þurft að sofa undir berum himni með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Aslam ungur maður frá Afganistan ere inn þeirra sem komst til Makedóníu í dag. „Ég held að landamærin hafi verið lokuð í þrjá daga. En í dag var ástandið betra og okkur tókst að komast alla leið frá Aþenu. Mér líður betur núna komandi frá landi þar sem ríkir stríð. Nú vona ég að mér auðnist að lifa góðu lífi í öruggu landi. Vonandi verður allt betra en við sjáum til hvað gerist,“ sagði Aslam vongóður.Venjulegt fólk á flótta undan stríði og eymdMargt af þessu fólki lifði eðlilegu lífi í heimalandi sínu þar til stríðsátök hrakti það á flótta. Mohamed Haji-Rachid frá Aleppo í Sýrlandi hefur fengið skjól fyrir sig, eiginkonuna og barnungan son í Þýskalandi. „Við höfðum það gott í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Ég var með vinnu, við áttum bíl og nóg af peningum. Við áttum yfirhöfuð gott líf. Ég kem ekki til Þýskalands vegna peninga heldur vegna þess að ástandið er orðið svo slæmt að ég sá enga aðra leið en yfirgefa heimaland mitt,“ segir Haji-Rachid. Andúð á útlendingum almennt og þá sérstaklega á flóttamönnum hefur farið vaxandi víðs vegar um Evrópu með auknum flóttamannastraumi og efnahagslegum afturkipp. Til að mynda kom til átaka lögreglu og á annað hundrað mótmælenda hægri öfgamanna í borginni Heidenau í Þýsklandi í gærkvöldi. En þar hefur verið komið upp nýjum flóttamannabúðum. Borgarstjórinn fordæmdi mótmælendur og sagði að Þjóðverjar ættu að taka vel á móti flóttafólki. Flóttamannastraumurinn er ekki bara frá Afganistan, Sýrlandi og Írak. Ítalska flotanum og norsku varðskipi tókst að bjarga um fjögur þúsund flóttamönnum á illa búnum bátum á Miðjarðarhafinu í gær. Nú þegar hafa um 2.200 flóttamenn farist á hafinu á þessu ári í tilraunum sínum til að að öðlast öryggi og betra líf í vestur Evrópu. Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tugþúsundir flóttamanna; karlar, konur og börn eru á vergangi víðs vegar um Evrópu vegna átaka sem Vesturlönd hafa átt beina eða óbeina aðild að. Landamæraverðir í Makedóníu gáfust upp í morgun við að reyna að hefta straum fólks yfir landamærin frá Grikklandi. Undanfarnar vikur hafa um tvö þúsund manns farið yfir landamærin frá yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi yfir til Makedóníu. Ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en eftir að varnarmúrar brustu í gær gáfust landamæraverðir endanlega upp í morgun við að reyna að hemja strauminn. Flóttafólk sem kemur þessa leið er flest frá Afganistan, Sýrlandi og Írak og er á flótta undan stríðsátökum. Flestir stoppa ekki lengi í Makedóníu en halda förinni áfram til Serbíu og þaðan til Ungverjalands í von um að komast að lokum inna á Schengen svæðið í öryggið í vestur Evrópu. Lestarstöðin í Gevgelija í Makedóníu er full af fólki sem dögum saman hefur þurft að sofa undir berum himni með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Aslam ungur maður frá Afganistan ere inn þeirra sem komst til Makedóníu í dag. „Ég held að landamærin hafi verið lokuð í þrjá daga. En í dag var ástandið betra og okkur tókst að komast alla leið frá Aþenu. Mér líður betur núna komandi frá landi þar sem ríkir stríð. Nú vona ég að mér auðnist að lifa góðu lífi í öruggu landi. Vonandi verður allt betra en við sjáum til hvað gerist,“ sagði Aslam vongóður.Venjulegt fólk á flótta undan stríði og eymdMargt af þessu fólki lifði eðlilegu lífi í heimalandi sínu þar til stríðsátök hrakti það á flótta. Mohamed Haji-Rachid frá Aleppo í Sýrlandi hefur fengið skjól fyrir sig, eiginkonuna og barnungan son í Þýskalandi. „Við höfðum það gott í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Ég var með vinnu, við áttum bíl og nóg af peningum. Við áttum yfirhöfuð gott líf. Ég kem ekki til Þýskalands vegna peninga heldur vegna þess að ástandið er orðið svo slæmt að ég sá enga aðra leið en yfirgefa heimaland mitt,“ segir Haji-Rachid. Andúð á útlendingum almennt og þá sérstaklega á flóttamönnum hefur farið vaxandi víðs vegar um Evrópu með auknum flóttamannastraumi og efnahagslegum afturkipp. Til að mynda kom til átaka lögreglu og á annað hundrað mótmælenda hægri öfgamanna í borginni Heidenau í Þýsklandi í gærkvöldi. En þar hefur verið komið upp nýjum flóttamannabúðum. Borgarstjórinn fordæmdi mótmælendur og sagði að Þjóðverjar ættu að taka vel á móti flóttafólki. Flóttamannastraumurinn er ekki bara frá Afganistan, Sýrlandi og Írak. Ítalska flotanum og norsku varðskipi tókst að bjarga um fjögur þúsund flóttamönnum á illa búnum bátum á Miðjarðarhafinu í gær. Nú þegar hafa um 2.200 flóttamenn farist á hafinu á þessu ári í tilraunum sínum til að að öðlast öryggi og betra líf í vestur Evrópu.
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20