Erlent

Þjóðverjar hætta að beita ákvæðum Dyflinnarreglugerðar

Atli Ísleifsson skrifar
Þýsk yfirvöld áætla að um 800 þúsund hælisleitendur muni koma til landsins á þessu ári.
Þýsk yfirvöld áætla að um 800 þúsund hælisleitendur muni koma til landsins á þessu ári. Vísir/AFP
Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að hætta að beita ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar í tilvikum sýrlenskra hælisleitenda. Frá þessu greina Innflytjenda- og hælisleitendastofnun Þýskalands á Twitter-síðu sinni.

Reglugerðin heimilar stjórnvöldum í einu ríki að senda hælisleitanda aftur til þess Schengen-ríkis sem hann kom fyrst til.

Í frétt Aftenposten segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi fagnað framtaki Þjóðverja og segi það skýrt merki um samstöðu aðildarríkja í málefnum flóttafólks og hælisleitenda í álfunni.

Þýsk yfirvöld áætla að um 800 þúsund hælisleitendur muni koma til landsins á þessu ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×