Ungverska girðingin hefur dugað skammt Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Flóttamaður skríður undir girðingu á landamærum Ungverjalands og Serbíu. Nordicphotos/AFP Þýskaland Flóttafólk hélt áfram að streyma yfir landamærin til Ungverjalands frá Serbíu í gær þrátt fyrir rammgerða víggirðingu sem Ungverjar hafa reist á landamærunum. Slóvakía hefur einnig byrjað að reisa slíka girðingu á sínum landamærum í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá. Breska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp um hertar reglur gagnvart ólöglegum innflytjendum. Innanríkisráðherra Þýskalands hefur sömuleiðis lagt til hertar reglur um flóttafólk. Þýsk og frönsk stjórnvöld vilja hins vegar að gerðar verði breytingar á reglum Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna, þannig að flóttafólki verði deilt niður á aðildarlöndin í hlutfalli við mannfjölda og efnahag. Angela Merkel Þýskalandskanslari skrapp í gær til bæjarins Heidenau, skammt frá Dresden, þar sem íbúar hafa undanfarið látið óspart í ljós andstöðu sína við búðir flóttamanna, stundum með ofbeldi, hótunum og ólátum af ýmsu tagi. Merkel gagnrýndi harðlega ofbeldi og fordóma íbúanna gagnvart flóttafólkinu: „Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki vilja veita hjálp þegar það er bæði lagaleg og mannleg skylda okkar að koma til hjálpar," sagði hún. „Því fleiri, sem gera öðrum þetta ljóst, því sterkari verðum við." Mannfjöldi hafði safnast saman í bænum og gerði hróp að Merkel. Francois Crépeau, mannréttindafulltrúi flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Evrópusambandið verði að fara nýjar leiðir gagnvart flóttafólki, sem leitar á náðir aðildarríkjanna. Líta þurfi á hreyfanleika fólks yfir landamæri sem eftirsóknarverðan, einungis þannig geti aðildarríkin náð að stjórna landamærum sínum í raun. „Yfirráð yfir landsvæði snúast um að hafa eftirlit með landamærum, að vita hver kemur inn og hver fer í burtu. Það hefur aldrei snúist um að loka landamærunum fyrir fólksflutningum," sagði Crépeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. „Við skulum ekki láta eins og það sem Evrópusambandið og aðildarríki þess eru að gera sé að virka,“ segir hann. „Eðli sínu samkvæmt eru landamæri götótt. Einungis er hægt að tryggja eftirlit með því að bjóða flóttafólki og hælisleitendum löglegar og öruggar leiðir til að fara ferða sinna.“ Í gær fundust um 50 lík í flóttamannabát út af ströndum Líbíu. Áður hafði meira en 400 manns verið bjargað úr bátnum. Flóttamenn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þýskaland Flóttafólk hélt áfram að streyma yfir landamærin til Ungverjalands frá Serbíu í gær þrátt fyrir rammgerða víggirðingu sem Ungverjar hafa reist á landamærunum. Slóvakía hefur einnig byrjað að reisa slíka girðingu á sínum landamærum í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá. Breska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp um hertar reglur gagnvart ólöglegum innflytjendum. Innanríkisráðherra Þýskalands hefur sömuleiðis lagt til hertar reglur um flóttafólk. Þýsk og frönsk stjórnvöld vilja hins vegar að gerðar verði breytingar á reglum Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna, þannig að flóttafólki verði deilt niður á aðildarlöndin í hlutfalli við mannfjölda og efnahag. Angela Merkel Þýskalandskanslari skrapp í gær til bæjarins Heidenau, skammt frá Dresden, þar sem íbúar hafa undanfarið látið óspart í ljós andstöðu sína við búðir flóttamanna, stundum með ofbeldi, hótunum og ólátum af ýmsu tagi. Merkel gagnrýndi harðlega ofbeldi og fordóma íbúanna gagnvart flóttafólkinu: „Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki vilja veita hjálp þegar það er bæði lagaleg og mannleg skylda okkar að koma til hjálpar," sagði hún. „Því fleiri, sem gera öðrum þetta ljóst, því sterkari verðum við." Mannfjöldi hafði safnast saman í bænum og gerði hróp að Merkel. Francois Crépeau, mannréttindafulltrúi flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Evrópusambandið verði að fara nýjar leiðir gagnvart flóttafólki, sem leitar á náðir aðildarríkjanna. Líta þurfi á hreyfanleika fólks yfir landamæri sem eftirsóknarverðan, einungis þannig geti aðildarríkin náð að stjórna landamærum sínum í raun. „Yfirráð yfir landsvæði snúast um að hafa eftirlit með landamærum, að vita hver kemur inn og hver fer í burtu. Það hefur aldrei snúist um að loka landamærunum fyrir fólksflutningum," sagði Crépeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. „Við skulum ekki láta eins og það sem Evrópusambandið og aðildarríki þess eru að gera sé að virka,“ segir hann. „Eðli sínu samkvæmt eru landamæri götótt. Einungis er hægt að tryggja eftirlit með því að bjóða flóttafólki og hælisleitendum löglegar og öruggar leiðir til að fara ferða sinna.“ Í gær fundust um 50 lík í flóttamannabát út af ströndum Líbíu. Áður hafði meira en 400 manns verið bjargað úr bátnum.
Flóttamenn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira