Brokkólí- og avókadósalat með eggjahræru matarvísir skrifar 31. ágúst 2015 15:00 Vísir/Skjáskot Ásthildur Björnsdóttir heldur úti vefsíðunni Matur milli mála þar sem hún deilir uppskriftum að alls konar réttum, bæði sætum og saðsömum. Þar sem rútína skellur nú á landanum með komu haustsins þá vantar marga oft nýja rétti til að elda í kvöldmatinn og því er kjörið tækifæri að næla sér í hollustu og nýjan rétt með þessu frábæra salati. Um réttinn segir Ásthildur: „Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti. Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega, 1-3 stykki á dag, ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin. Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!“Hráefni• Brokkólí• Kókosolía• Egg• Fetaostur• Sveppir – smátt saxaðir• Rauðlaukur – smátt saxaður• Steinselja – smátt söxuð• Túrmerik• Svartur pipar• Sjávarsalt• Dijon-sinnep• Rucola-salat• TómatarAðferð Brokkólíið er skorið gróft og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita. Eggi, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddinu og sinnepi blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur. Rucola-salati dreift á disk. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift í kring. Grænmetisréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Ásthildur Björnsdóttir heldur úti vefsíðunni Matur milli mála þar sem hún deilir uppskriftum að alls konar réttum, bæði sætum og saðsömum. Þar sem rútína skellur nú á landanum með komu haustsins þá vantar marga oft nýja rétti til að elda í kvöldmatinn og því er kjörið tækifæri að næla sér í hollustu og nýjan rétt með þessu frábæra salati. Um réttinn segir Ásthildur: „Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti. Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega, 1-3 stykki á dag, ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin. Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!“Hráefni• Brokkólí• Kókosolía• Egg• Fetaostur• Sveppir – smátt saxaðir• Rauðlaukur – smátt saxaður• Steinselja – smátt söxuð• Túrmerik• Svartur pipar• Sjávarsalt• Dijon-sinnep• Rucola-salat• TómatarAðferð Brokkólíið er skorið gróft og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita. Eggi, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddinu og sinnepi blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur. Rucola-salati dreift á disk. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift í kring.
Grænmetisréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira