Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-0 | Tilþrifalítið í Árbænum Árni Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2015 00:01 vísir/anton Fylkir og ÍA skiptu með sér stigunum í Lautinni í kvöld í leik sem verður líklega fljótur að falla í gleymskunnar dá. Engin mörk en Fylkir fékk færi til að pressa á ÍA í seinni hálfleik er Arnar Már Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið. Það náðu þeir þó ekki að gera. Fyrri hálfleikur í leik Fylkis og ÍA var ekki mikið fyrir augað. Leikurinn fór mestmegnis fram á miðjum vellinum og fátt var um færi. Skagamenn náðu ekki að skapa sér nein færi en þau færi sem Fylki skapaði sér voru að mestu úr langskotum. Besta færi hálfleiksins fékk Ingimundur Níels Óskarsson eftir stórkostlega stungusendingu frá Andrési Má Jóhannessyni, Ingimundur komst einn á móti markverði en færið var að lokum þröngt og renndi Ingimundur boltanum framhjá fjærstönginni. Annað er ekki hægt að segja um hálfleikinn nema að það hafi verið 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik og þeim fyrri, miðjumoð með lítið af færum og voru bæði lið varkár í sínum aðgerðum í dag. Fylkismenn sýndu þó aðeins meiri tilburði til að vinna leikinn og áttu fleiri skot á markið og þau færi sem myndu teljast álitleg í leiknum. Eitt dauðafæri leit dagsins ljós en á 64. mínútu leiksins komst Ásgeir Örn Arnþórsson einn á móti markverði ÍA en náði ekki að hitta rammann. Á 69. mínútu átti sér stað umdeilt atriði en þá var Arnari Má Guðjónssyni vikið af velli eftir að hafa fengið að líta sitt annað gula spjald. Það var mál manna að um ódýrt spjald hafi verið að ræða en Arnar Már gat ekkert í því gert þegar Ragnar Bragi Sveinsson var kominn á fínan sprett og hljóp á Arnar. Þóroddur reif hinsvegar upp spjaldið og Arnar Már á leiðinni í sturtu. Maður hefði haldið að Fylkir myndi nýta sér liðsmuninn en Skagamenn þéttu pakkann fyrir framan markið og vörðust vel með Ármann Smára Björnsson fremstan í broddi fylkingar. Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar um 14 mínútur lifðu af leiknum en þá var Jón Vilhelm Ákason felldur innan vítateigs að því er virtist en Þóroddur var ekki á þeim buxunum að dæma vítið. Þar við sat og gerir stigið lítið fyrir Skagamenn sem þurfa á sigurleikjum að halda á lokasprettinum til að forðast fall úr deildinni á meðan Fylkismenn sigla lygnan sjó um miðja deild.Gunnlaugur Jónsson: Þurfum fleiri stig til að vera alveg hólpnir Þjálfari ÍA sagðist geta verið sáttur við að fá stig úr leiknum í dag úr því sem komið var fyrir liði hans vegna brottreksturs eins leikmanns. „Úr því sem komið var, þetta var tæpur hálftími sem við vorum einum færri og við getum tekið þetta stig það er ekkert annað í stöðunni. Það var ekki mikið af sóknum beinlínis í þessum leik en við fengum aukaspyrnur hér og þar og reyndum að setja boltann inn á teiginn án þess þó að skapa okkur mörg færi en við hefðum getað verið heppnir með eitt slíkt færi.“ Gunnlaugur var spurður hvort að lið hans hefði átt að fá víti þegar Jón Vilhelm Ákason var felldur að því er virðist innan teigs hjá Fylki. „Frá mínu sjónarhorni já, ég er reyndar um 45 metra frá atvikinu en það er spurning hvað það segir. Þetta leit allavega út eins og víti.“ Að lokum var Gunnlaugur spurður hvað stigið sem Skagamenn fengu úr leiknum geri fyrir hans menn í baráttunni framundan og hvort ÍA væru hólpnir frá falli. „Við erum ekki hólpnir, við erum með 19 stig og þurfum fleiri stig en það til að vera alveg hólpnir. Þetta er eitt stig í sarpinn og það er betra en ekki neitt og tökum því þessvegna fagnandi. Við geum hinsvegar gert ýmislegt sóknarlega mikið betur heldur en í dag en það jákvæða er að við héldum markinu hreinu og það hefur ekki gerst síðan við mættum Fylki síðast í fyrri umferðinni.“Reynir Leóson: Aðeins eitt lið reyndi að vinna þennan leik „Það er alveg klárt mál að aðeins eitt lið reyndi að vinna þennan leik hér í dag“, sagði Reynir Leósson þjálfari Fylkismanna eftir leikinn á móti ÍA, skiljanlega ósáttur við úrslitin. „Við sóttum frá fyrstu mínútu til sigurs en sköpuðum okkur ekki mikið af færum en fengum allavega þrjú dauðafæri til að klára þennan leik. Þetta var dálítið keimlíkur leikur og var upp á Skaga fyrr í sumar sem endaði líka 0-0 þar sem þeir reyndu ekki að vinna leikinn þar heldur og voru sáttir við stigið. Við náðum ekki að klára leikinn og erum því dæmdir af því að skora engin mörk í þessum leik og fáum því bara eitt stig í kvöld.“ Reynir var spurður hvort Fylkismenn hefðu ekki mátt nýta liðsmuninn betur í kvöld. „Jú að einhverju leyti en að einhverju leyti var erfiðara að opna þá eftir að þeir urðu einum færri. Þeir urðu þéttari fyrir vikið en klárlega hefðum við átt að nýta tækifærið betur.“ Reynir var spurður hvort þetta stig gerði eitthvað fyrir Fylki í deildinni. „Þetta stig færir okkur eitt stig í viðbót og það er eiginlega bara það, ef við ætlum að taka eitthvað jákvætt úr þessum þá höldum við hreinu í dag. Skagaliðið átti held ég ekki skot á markið og það er jákvætt. Stigið kannski lyftir okkur upp um eitt sæti í töflunni sem er gott en við þurfum að leggja höfuðáherslu á það að klára þetta tímabil eins og menn og safna eins mörgum stigum og við getum og komast eins hátt í töflunni og við getum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Fylkir og ÍA skiptu með sér stigunum í Lautinni í kvöld í leik sem verður líklega fljótur að falla í gleymskunnar dá. Engin mörk en Fylkir fékk færi til að pressa á ÍA í seinni hálfleik er Arnar Már Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið. Það náðu þeir þó ekki að gera. Fyrri hálfleikur í leik Fylkis og ÍA var ekki mikið fyrir augað. Leikurinn fór mestmegnis fram á miðjum vellinum og fátt var um færi. Skagamenn náðu ekki að skapa sér nein færi en þau færi sem Fylki skapaði sér voru að mestu úr langskotum. Besta færi hálfleiksins fékk Ingimundur Níels Óskarsson eftir stórkostlega stungusendingu frá Andrési Má Jóhannessyni, Ingimundur komst einn á móti markverði en færið var að lokum þröngt og renndi Ingimundur boltanum framhjá fjærstönginni. Annað er ekki hægt að segja um hálfleikinn nema að það hafi verið 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik og þeim fyrri, miðjumoð með lítið af færum og voru bæði lið varkár í sínum aðgerðum í dag. Fylkismenn sýndu þó aðeins meiri tilburði til að vinna leikinn og áttu fleiri skot á markið og þau færi sem myndu teljast álitleg í leiknum. Eitt dauðafæri leit dagsins ljós en á 64. mínútu leiksins komst Ásgeir Örn Arnþórsson einn á móti markverði ÍA en náði ekki að hitta rammann. Á 69. mínútu átti sér stað umdeilt atriði en þá var Arnari Má Guðjónssyni vikið af velli eftir að hafa fengið að líta sitt annað gula spjald. Það var mál manna að um ódýrt spjald hafi verið að ræða en Arnar Már gat ekkert í því gert þegar Ragnar Bragi Sveinsson var kominn á fínan sprett og hljóp á Arnar. Þóroddur reif hinsvegar upp spjaldið og Arnar Már á leiðinni í sturtu. Maður hefði haldið að Fylkir myndi nýta sér liðsmuninn en Skagamenn þéttu pakkann fyrir framan markið og vörðust vel með Ármann Smára Björnsson fremstan í broddi fylkingar. Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar um 14 mínútur lifðu af leiknum en þá var Jón Vilhelm Ákason felldur innan vítateigs að því er virtist en Þóroddur var ekki á þeim buxunum að dæma vítið. Þar við sat og gerir stigið lítið fyrir Skagamenn sem þurfa á sigurleikjum að halda á lokasprettinum til að forðast fall úr deildinni á meðan Fylkismenn sigla lygnan sjó um miðja deild.Gunnlaugur Jónsson: Þurfum fleiri stig til að vera alveg hólpnir Þjálfari ÍA sagðist geta verið sáttur við að fá stig úr leiknum í dag úr því sem komið var fyrir liði hans vegna brottreksturs eins leikmanns. „Úr því sem komið var, þetta var tæpur hálftími sem við vorum einum færri og við getum tekið þetta stig það er ekkert annað í stöðunni. Það var ekki mikið af sóknum beinlínis í þessum leik en við fengum aukaspyrnur hér og þar og reyndum að setja boltann inn á teiginn án þess þó að skapa okkur mörg færi en við hefðum getað verið heppnir með eitt slíkt færi.“ Gunnlaugur var spurður hvort að lið hans hefði átt að fá víti þegar Jón Vilhelm Ákason var felldur að því er virðist innan teigs hjá Fylki. „Frá mínu sjónarhorni já, ég er reyndar um 45 metra frá atvikinu en það er spurning hvað það segir. Þetta leit allavega út eins og víti.“ Að lokum var Gunnlaugur spurður hvað stigið sem Skagamenn fengu úr leiknum geri fyrir hans menn í baráttunni framundan og hvort ÍA væru hólpnir frá falli. „Við erum ekki hólpnir, við erum með 19 stig og þurfum fleiri stig en það til að vera alveg hólpnir. Þetta er eitt stig í sarpinn og það er betra en ekki neitt og tökum því þessvegna fagnandi. Við geum hinsvegar gert ýmislegt sóknarlega mikið betur heldur en í dag en það jákvæða er að við héldum markinu hreinu og það hefur ekki gerst síðan við mættum Fylki síðast í fyrri umferðinni.“Reynir Leóson: Aðeins eitt lið reyndi að vinna þennan leik „Það er alveg klárt mál að aðeins eitt lið reyndi að vinna þennan leik hér í dag“, sagði Reynir Leósson þjálfari Fylkismanna eftir leikinn á móti ÍA, skiljanlega ósáttur við úrslitin. „Við sóttum frá fyrstu mínútu til sigurs en sköpuðum okkur ekki mikið af færum en fengum allavega þrjú dauðafæri til að klára þennan leik. Þetta var dálítið keimlíkur leikur og var upp á Skaga fyrr í sumar sem endaði líka 0-0 þar sem þeir reyndu ekki að vinna leikinn þar heldur og voru sáttir við stigið. Við náðum ekki að klára leikinn og erum því dæmdir af því að skora engin mörk í þessum leik og fáum því bara eitt stig í kvöld.“ Reynir var spurður hvort Fylkismenn hefðu ekki mátt nýta liðsmuninn betur í kvöld. „Jú að einhverju leyti en að einhverju leyti var erfiðara að opna þá eftir að þeir urðu einum færri. Þeir urðu þéttari fyrir vikið en klárlega hefðum við átt að nýta tækifærið betur.“ Reynir var spurður hvort þetta stig gerði eitthvað fyrir Fylki í deildinni. „Þetta stig færir okkur eitt stig í viðbót og það er eiginlega bara það, ef við ætlum að taka eitthvað jákvætt úr þessum þá höldum við hreinu í dag. Skagaliðið átti held ég ekki skot á markið og það er jákvætt. Stigið kannski lyftir okkur upp um eitt sæti í töflunni sem er gott en við þurfum að leggja höfuðáherslu á það að klára þetta tímabil eins og menn og safna eins mörgum stigum og við getum og komast eins hátt í töflunni og við getum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira