Matur

Grænmetislasagna úr Matargleði Evu

Eva Laufey Kjaran skrifar
Skjámynd/Fannar
Grænmetislasagna og kartöflur í pestósósu

Grænmetislasagna

Ólífuolía

1 laukur

3 gulrætur

1 stilkur sellerí

4 hvítlauksrif

1 rauð paprika

1 græn paprika

½ kúrbítur

150 g spergilkál

1 dós niðursoðnir tómatar með basilíku

2 msk tómatmauk eða tómatpúrra

600 ml grænmetissoð (soðið vatn + grænmetisteningur)

salt og pipar

handfylli fersk basilíkulauf

handfylli fersk steinselja

1 dós kotasæla

1 dós sýrður rjómi

parmesan ostur, nýrifin

salt og nýmalaður pipar

lasagneplötur, ferskar eða soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum

rifinn ostur 



Aðferð: 

  1. Hitið olíu á pönnu. Skerið grænmetið smátt og steikið við vægan hita í nokkrar mínútur eða þar til grænmetið er farið að mýkjast. Bætið pressuðum hvítlauk út pönnuna í lokin og steikið í smá stund. Gott er að setja smá klípu af smjöri.

  2. Bætið niðursoðnum tómötum, tómatmauki, ferskri basilíku, grænmetissoðinu á pönnuna og látið sjóða í 30 mínútur við vægan hita. Kryddið til með salti og pipar.

  3. Á meðan grænmetið mallar á pönnunni búið þið til hvítu sósuna en þið blandið saman kotasælu, sýrðum rjóma, 50 g af rifnum parmesan, salti og pipar. Blandið vel saman.

  4. Setjið grænmetisblöndu í botninn á eldföstu móti,  því næst lasagnaplötur, hvítu sósuna, aftur grænmetisblönduna og endurtakið leikinn einu sinni til tvisvar.

  5. Dreifið vel af rifnum mozzarella osti yfir og nýrifnum parmesan.

  6. Bakið í ofni við 180°C í 40 – 45 mínútur.

Kartöflur með kasjú- og klettasalatpestói

Nýjar kartöflur

150 g kasjúhnetur

handfylli fersk basilíkulauf

handfylli klettasalat

50 g parmesan ostur

nóg af olífuolíu (smekksatriði hvað þið viljið hafa pestóið þykkt)

salt og pipar

sítrónusafi

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflur með hýðinu, saltið vel.

  2. Maukið saman kasjúhnetur, basilíku, klettasalat, parmesan ost, ólífuolía, salt, pipar og sítrónusafa með töfrasprota eða matvinnsluvél.

  3. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar þá hellið þið vatninu af þeim og blandið þeim saman við pestóið. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.