Matur

Jarðarberjaskyrkaka með hvítu súkkulaði

Skjámynd/Fannar
Skjámynd/Fannar
Ómótstæðileg skyrkaka

Jarðarberjaskyrkaka

250 g Lu Bastogne kex

100 g smjör, brætt eða við stofuhita 

Fylling

300 g jarðarberjaskyr

4 dl rjómi

2 msk flórsykur

2 tsk vanillusykur

fræin úr einni vanillustöng

jarðarber

bláber

100 g hvítt súkkulaði 

Aðferð:

Bræðið smjör við vægan hita, maukið kexkökurnar í matvinnsluvél og bætið smjörinu saman við. Setjið kexblönduna í kökuform, helst með lausum botni og sléttið úr því með höndum eða bakhlið á skeið. Geymið kökubotninn í kæli á meðan fyllingin er útbúin.

Þeytið rjóma, bætið skyrinu, flórsykrinum, vanillusykri og vanillukornum saman í hrærivél.

Hellið fyllingunni í bökubotninn og geymið í kæli í lágmark klukkustund, yfir nótt er best.

Skreytið kökuna með ferskum berjum og bræddu hvítu súkkulaði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.