Lífið

Greinilegt hvað Trump vill leggja áherslu á

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoplegt myndband af auðjöfrinum Donald Trump hefur gengið um veraldarvefinn í dag. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni.

Huffington Post tók saman myndbandið sem sýnir Trump nefna Kína 234 sinnum. Trump setur eins og kunnugt er stefnuna á að fara í forsetaframboð fyrir hönd Repúblikana og hefur því í nógu að snúast þessa dagana.

Af myndbandinu að dæma hefur Trump lagt mikla áherslu á að ræða um málefni Kína í ræðum sínum og viðtölum. En hann hefur gagnrýnt samskipti Bandaríkjanna við Kína og hvetur Bandaríkjamenn til að minnka tengsl sín við Kína eins og mögulegt er. Hlutabréfamarkaðir í Kína hrundu nú í sumar og efnahagsástandið í landinu er mjög viðkvæmt.

Trump er umdeildur maður. Í Iowa á þriðjudag móðgaði hann til dæmis Asíubúa með því að gera gys að enskukunnáttu þeirra með því að herma eftir þeim í kosningaræðu. Myndband af ræðunni í heild sinni má sjá hér að neðan.

China. CHINA. China, China, China. China! http://huff.to/1Vi2XYq

Posted by HuffPost Entertainment on Friday, August 28, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.