Lífið

Hraðfréttaprins fæddur og nefndur

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fannar og Valgerður gengu í hjónaband þann 9. desember árið 2022.
Fannar og Valgerður gengu í hjónaband þann 9. desember árið 2022. Ljósmynd/Hildur Erla

Hjónin Fannar Sveinsson, leikstjóri og sjónvarpsmaður, og eiginkona hans Valgerður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur eru orðin þriggja barna foreldrar. Gleðitíðindunum deilir Fannar á Instagram.

„Þetta er Dagur Fannarsson - allt gekk vel og öllum líður vel,“ skrifar Fannar við fallega myndafærslu af systkinunum. Fyrir eiga hjónin Eystein sem er sjö ára og Katrínu sem er fimm ára.

Fannar og Vala, eins og hún er kölluð, giftu sig 9. desember 2022 hjá sýslumanninum í Kópavogi. Um kvöldið var haldin veisla fyrir nánustu fjölskyldu þeirra heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, þar sem skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn gáfu þau aftur saman. 

Sjá: Fannar og Vala orðin hjón: Fékk sér húð­flúr í staðinn fyrir hefð­bundinn giftingar­hring






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.