Íslenski boltinn

Gunnar: Örlítið meiri reynsla hefði skilað okkur bikar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Stelpurnar hans Gunnars voru nálægt því að vinna bikarinn í dag.
Stelpurnar hans Gunnars voru nálægt því að vinna bikarinn í dag. vísir/anton
„Mér fannst við sýna ótrúlega mikil gæði í fyrri hálfleik og sýna hversu ótrúlega langt liðið er komið á fáum árum,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Stjörnunni í dag.

Gunnar bar höfuðið hátt þó hann hafi átt erfitt með að leyna vonbrigðum sínum.

„Þetta er ótrúlegur árangur hjá svona ungu liði að mestu skipuðu heimamönnum. Örlítið meiri reynsla hefði skilað okkur bikar í dag.

„Þær skora eftir klafs og taugaveiklun hjá okkur. Mér fannst síðustu 10 mínúturnar hjá okkur snúast um hvað við vorum hræddar um að vera að missa af þetta niður.

„Við féllum niður á völlinn og gerðum ekki að sem við ætluðum að gera sem var að pressa á þær upp allan völlinn sem við gerðum framan af ótrúlega vel,“ sagði Gunnar Rafn sem sagði daginn og leikinn þó hafa verið frábæran enda leikurinn vel sóttur og liðin vel studd.

„Svona leikir og dagar eru kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Frábær auglýsing.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×