Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fjölnir 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í bragðdaufum leik Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 10. ágúst 2015 18:30 Keflavík fékk loksins stig. Vísir/pjetur Keflavík og Fjölnir skildu jöfn 1-1 í Bítlabænum í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og fá færi litu dagsins ljós. Stigið er kærkomið fyrir heimamenn en þeir hefðu líklega viljað öll þrjú en Keflvíkingar sýndu aðeins meiri ákefð í að sækja stigið í lok leiks en var ekki árangur sem erfiði. Fjölnir hefði þegið stigin þrjú til að komast nær Evrópubaráttunni en þurfa að sætta sig við eitt stig. Fyrri hálfleikurinn í Keflavík var ekki mikið fyrir augað ef satt skal segja. Bæði lið reyndu mikið af háum sendingum á framherja sinna og skilaði það engum færum og hvað á árangri í sóknarleik liðanna. Ef við lítum til tölfræðinnar fyrir fyrri hálfleik þá átti hvort lið um sig fjögur skot fyrir sig en flest þeirra fóru annaðhvort framhjá eða í varnarmenn andstæðingsins. Eitt skot rataði þó á markið og alla leið inn í markið. Það gerðist á 43. mínútu og var þar að verki Kennie Chopart fyrir gestina í Fjölni. Guðmundur Karl Guðmundsson sendi boltann á Chopart sem var á miðjum vallarhelmingi heimamanna og gerði hann sér lítið fyrir og klobbaði Einar Orra Einarsson áður en hann smellti boltanum í hliðarnetið innanvert. Annað markvert gerðist ekki í hálfleiknum og eftir mínútu í uppbót þá flautaði Pétur Guðmundsson til hálfleiks. Seinni hálfleikur bauð upp á örlítið meiri ákefð en sá fyrri. Færin létu hinsvegar standa á sér og því var leikurinn ekki mikið fyrir augað en þeim mun meiri barátta var fyrir vikið á miðjum vellinum. Það dró til tíðinda þegar um 16 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en þá gerði Þórður Ingason sig sekann um mistök sem leiddu til þess að Keflvíkingar jöfnuðu metin. Þórður gaf þá erfiða sendingu á samherja sinn og náði Frans Elvarsson að vinna boltann og senda boltann inn í teig Fjölnismanna. Þórður Ingason náði ekki til boltans og Martin Hummervoll fleygði sér fram og skallaði knöttinn í autt markið. Þetta færði Keflvíkingum byr undir báða vængi og freistuðu þeir þess að ná í öll stigin sem í boði voru en náðu ekki að nýta örfá færi sem þeir fengu til þess að skora sigurmarkið. Einhver deyfð var yfir leikmönnum Fjölnis en þeir höguðu sér ekki eins og lið sem eygir von um Evrópusæti á næsta ári. Möguleiki var fyrir þá að hala inn öll stigin sem í boði voru í kvöld og halda pressu á liðin sem eru fyrir ofan þá í baráttunni en allt kom fyrir ekki. Fjölnismenn geta ekki verið sáttir með niðurstöðu og frammistöðu kvöldsins. Leikurinn fjaraði síðan út en undir lokin varði Sindri Kristinn Ólafsson vel frá Mark Magee sem var kominn í gott færi til að loka leiknum og stela sigrinum. Liðin færast ekki um set í töflunni, Keflvíkingar eru enn á botninum og Fjölnir er enn í fimmta sæti deildarinnar.Frans Elvarsson: Á meðan það er ennþá séns á að halda liðinu upp þá höldum við áfram að berjast Frans Elvarsson var atkvæðamikill í liði Keflavíkur í kvöld og átti stóran þátt í marki liðsins. Hann var ekki sáttur með að ná í einungis eitt stig. „Við hefðum helst viljað öll stigin sem í boði voru og mér fannst frammistaðan eiga það skilið. Allavega miðað við hvernig við höfum spilað í sumar. Við tökum stigið og reynum að byggja ofan á þessa frammistöðu sem var jákvæð.“ Frans var spurður hvað Keflvíkingar hefðu getað gert meira til að ná í öll stigin í kvöld. „Við hefðum þurft að nýta eitthvað af þessum fáu færum sem við fengum það er svona það eina sem ég get nefnt í fljótu bragði.“ Eins og áður sagði átti Frans mikinn þátt í markinu sem Keflavík skoraði en hann var beðinn um að lýsa því örlítið fyrir blaðamann. „Ég sé bara að Þórður var eitthvað að gaufa með boltann og tók því sénsinn á að pressa manninn sem hann gaf boltann á. Þegar ég var búinn að ná honum þá ákvað ég bara að negla og honum fyrir og sjá hverju það myndi skila og það skilaði marki sem betur fer“, sagði Frans og brosti út í annað. Frans var að lokum spurður hvernig andinn væri í liði Keflavíkur en nú fer mótið að styttast í annan endann og Keflavík enn á botni deildarinnar. „Hann er bara ótrúlega góður miðað við aðstæður. Þetta er erfitt en á meðan það er ennþá séns á að halda liðinu upp þá höldum við áfram að berjast, allan daginn og alltaf.Ágúst Gylfason: Ég er hundfúll að liðið hafi ekki gert almennilega atlögu að þessu Þjálfari Fjölnis var súr á svipinn þegar blaðamaður náði tali af honum í leikslok í Keflavík í kvöld. Hann var spurður hvort stig væri ásættanleg niðurstaða. „Miðað við lið eins og okkur sem á að vera að berjast í efri hlutanum, þá er þetta óásættanlegt að fá ekki meira út úr þessum leik. Ég er eiginlega svekktur út í leikmenn liðsins að hafa ekki viljað meira og sýnt karakter til að klára þennan leik. Það var í spilunum að við myndum vinna hann en við áttum í raun og veru ekkert út úr þessum leik skilið. Ekki einu sinni eitt stig.“ „Við ætluðum að vera þolinmóðir í fyrri hálfleik og vorum það, náðum að halda markinu hreinu en Keflvíkingar hafa verið góðir í fyrri hálfleik í undanförnum leikjum. Við setjum síðan mark sem var jafnvel ósanngjarnt en frábært engu að síður, við ætluðum okkur svo að halda núllinu í seinni hálfleik en gefum Keflvíkingum markið á silfurfati og ég hélt að það myndi rífa mína menn í gang og að þeir myndu svara fyrir sig. Þeir gerðu það því miður ekki og kannski sanngjarnt að þetta hafi endað 1-1 en ég er hundfúll að liðið hafi ekki gert almennilega atlögu að þessu.“ Ágúst var þá spurður út í möguleikann á Evrópusætinu og hvort möguleikinn hefði eitthvað dvínað. „Það er fullt fullt eftir af mótinu og ég verð að leggja spurninguna fyrir leikmennina sjálfa. Það er hvort þeir vilji gera atlögu að Evrópusætinu en með svona frammistöðu þá sé ég það ekki gerast.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Keflavík og Fjölnir skildu jöfn 1-1 í Bítlabænum í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og fá færi litu dagsins ljós. Stigið er kærkomið fyrir heimamenn en þeir hefðu líklega viljað öll þrjú en Keflvíkingar sýndu aðeins meiri ákefð í að sækja stigið í lok leiks en var ekki árangur sem erfiði. Fjölnir hefði þegið stigin þrjú til að komast nær Evrópubaráttunni en þurfa að sætta sig við eitt stig. Fyrri hálfleikurinn í Keflavík var ekki mikið fyrir augað ef satt skal segja. Bæði lið reyndu mikið af háum sendingum á framherja sinna og skilaði það engum færum og hvað á árangri í sóknarleik liðanna. Ef við lítum til tölfræðinnar fyrir fyrri hálfleik þá átti hvort lið um sig fjögur skot fyrir sig en flest þeirra fóru annaðhvort framhjá eða í varnarmenn andstæðingsins. Eitt skot rataði þó á markið og alla leið inn í markið. Það gerðist á 43. mínútu og var þar að verki Kennie Chopart fyrir gestina í Fjölni. Guðmundur Karl Guðmundsson sendi boltann á Chopart sem var á miðjum vallarhelmingi heimamanna og gerði hann sér lítið fyrir og klobbaði Einar Orra Einarsson áður en hann smellti boltanum í hliðarnetið innanvert. Annað markvert gerðist ekki í hálfleiknum og eftir mínútu í uppbót þá flautaði Pétur Guðmundsson til hálfleiks. Seinni hálfleikur bauð upp á örlítið meiri ákefð en sá fyrri. Færin létu hinsvegar standa á sér og því var leikurinn ekki mikið fyrir augað en þeim mun meiri barátta var fyrir vikið á miðjum vellinum. Það dró til tíðinda þegar um 16 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en þá gerði Þórður Ingason sig sekann um mistök sem leiddu til þess að Keflvíkingar jöfnuðu metin. Þórður gaf þá erfiða sendingu á samherja sinn og náði Frans Elvarsson að vinna boltann og senda boltann inn í teig Fjölnismanna. Þórður Ingason náði ekki til boltans og Martin Hummervoll fleygði sér fram og skallaði knöttinn í autt markið. Þetta færði Keflvíkingum byr undir báða vængi og freistuðu þeir þess að ná í öll stigin sem í boði voru en náðu ekki að nýta örfá færi sem þeir fengu til þess að skora sigurmarkið. Einhver deyfð var yfir leikmönnum Fjölnis en þeir höguðu sér ekki eins og lið sem eygir von um Evrópusæti á næsta ári. Möguleiki var fyrir þá að hala inn öll stigin sem í boði voru í kvöld og halda pressu á liðin sem eru fyrir ofan þá í baráttunni en allt kom fyrir ekki. Fjölnismenn geta ekki verið sáttir með niðurstöðu og frammistöðu kvöldsins. Leikurinn fjaraði síðan út en undir lokin varði Sindri Kristinn Ólafsson vel frá Mark Magee sem var kominn í gott færi til að loka leiknum og stela sigrinum. Liðin færast ekki um set í töflunni, Keflvíkingar eru enn á botninum og Fjölnir er enn í fimmta sæti deildarinnar.Frans Elvarsson: Á meðan það er ennþá séns á að halda liðinu upp þá höldum við áfram að berjast Frans Elvarsson var atkvæðamikill í liði Keflavíkur í kvöld og átti stóran þátt í marki liðsins. Hann var ekki sáttur með að ná í einungis eitt stig. „Við hefðum helst viljað öll stigin sem í boði voru og mér fannst frammistaðan eiga það skilið. Allavega miðað við hvernig við höfum spilað í sumar. Við tökum stigið og reynum að byggja ofan á þessa frammistöðu sem var jákvæð.“ Frans var spurður hvað Keflvíkingar hefðu getað gert meira til að ná í öll stigin í kvöld. „Við hefðum þurft að nýta eitthvað af þessum fáu færum sem við fengum það er svona það eina sem ég get nefnt í fljótu bragði.“ Eins og áður sagði átti Frans mikinn þátt í markinu sem Keflavík skoraði en hann var beðinn um að lýsa því örlítið fyrir blaðamann. „Ég sé bara að Þórður var eitthvað að gaufa með boltann og tók því sénsinn á að pressa manninn sem hann gaf boltann á. Þegar ég var búinn að ná honum þá ákvað ég bara að negla og honum fyrir og sjá hverju það myndi skila og það skilaði marki sem betur fer“, sagði Frans og brosti út í annað. Frans var að lokum spurður hvernig andinn væri í liði Keflavíkur en nú fer mótið að styttast í annan endann og Keflavík enn á botni deildarinnar. „Hann er bara ótrúlega góður miðað við aðstæður. Þetta er erfitt en á meðan það er ennþá séns á að halda liðinu upp þá höldum við áfram að berjast, allan daginn og alltaf.Ágúst Gylfason: Ég er hundfúll að liðið hafi ekki gert almennilega atlögu að þessu Þjálfari Fjölnis var súr á svipinn þegar blaðamaður náði tali af honum í leikslok í Keflavík í kvöld. Hann var spurður hvort stig væri ásættanleg niðurstaða. „Miðað við lið eins og okkur sem á að vera að berjast í efri hlutanum, þá er þetta óásættanlegt að fá ekki meira út úr þessum leik. Ég er eiginlega svekktur út í leikmenn liðsins að hafa ekki viljað meira og sýnt karakter til að klára þennan leik. Það var í spilunum að við myndum vinna hann en við áttum í raun og veru ekkert út úr þessum leik skilið. Ekki einu sinni eitt stig.“ „Við ætluðum að vera þolinmóðir í fyrri hálfleik og vorum það, náðum að halda markinu hreinu en Keflvíkingar hafa verið góðir í fyrri hálfleik í undanförnum leikjum. Við setjum síðan mark sem var jafnvel ósanngjarnt en frábært engu að síður, við ætluðum okkur svo að halda núllinu í seinni hálfleik en gefum Keflvíkingum markið á silfurfati og ég hélt að það myndi rífa mína menn í gang og að þeir myndu svara fyrir sig. Þeir gerðu það því miður ekki og kannski sanngjarnt að þetta hafi endað 1-1 en ég er hundfúll að liðið hafi ekki gert almennilega atlögu að þessu.“ Ágúst var þá spurður út í möguleikann á Evrópusætinu og hvort möguleikinn hefði eitthvað dvínað. „Það er fullt fullt eftir af mótinu og ég verð að leggja spurninguna fyrir leikmennina sjálfa. Það er hvort þeir vilji gera atlögu að Evrópusætinu en með svona frammistöðu þá sé ég það ekki gerast.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira