Þormóður: Þetta eru nágrannaslagir af bestu gerð Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. ágúst 2015 14:00 „Það er með ólíkindum miðað við sögu þessara félaga að þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur félaganna. KR sigraði 1966 og Valur 1990,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, leikmaður Vals á árunum 1979-1990 í skemmtilegu myndbandi sem Alvogen vann fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun. KR varð bikarmeistari árið 1966 en árið 1990 hafði Valur betur. Þurfti vítaspyrnukeppni til þess að útkljá leik liðanna sem fór fram í myrkri eins og og sjá má hér. „Þetta voru alltaf skemmtilegir leikir, nágrannaslagur af bestu gerð,“ sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, um árabil og tók Þorgrímur í sama streng. „KR var með stjörnum prýtt lið árið 1990 og KR gat unnið þetta 5-1 eða 6-1 en við náðum að hanga í 1-1 og fá annan leik, myrkraleikinn fræga,“ sagði Þorgrímur en Valur var seinni leik liðanna í vítaspyrnukeppni sem fór fram í myrkri. „Við vorum betri aðilinn, við sóttum meira og fengum færin en höfðum þetta ekki og það var mjög sárt að tapa þessu í vítaspyrnukeppni,“ sagði Þormóður en Þorgrímur sagði margt eftirminnilegt frá þessu. „Ég man alltaf eftir fyrirsögn Morgunblaðsins daginn eftir. Þar stóð þjófnaður sem var örlítið sárt en kannski satt. Þetta voru sætir leikir og góðir fyrir Val í minningunni.“ Báðir hvöttu þeir stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn á morgun og sögðu tilfinninguna að spila í jafn stórum leik ótrúlega. „Það skiptir máli fyrir leikmennina að heyra í stuðningsmönnunum þegar þeir labba inn á, það fyllir þá stolti og vilja til að gera betur. Það skiptir máli að mæta í völlinn og vera ófeiminn að hvetja lið sitt. Þetta eru tvö góð fótboltalið og það lið sem nær að einbeita sér betur í leiknum held ég að hafi betur,“ sagði Þormóður. „Ég á von á troðfullri stúku, stemmingu og markaleik,“ sagði Þorgrímur að lokum en myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15 Aðeins eitt ár frá síðasta bikarmeistaratitli KR-inga | Myndband Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun með myndböndum frá fyrri bikarúrslitaleikjum. Árið 2014 varð KR bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík. 14. ágúst 2015 15:00 Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Það er með ólíkindum miðað við sögu þessara félaga að þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur félaganna. KR sigraði 1966 og Valur 1990,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, leikmaður Vals á árunum 1979-1990 í skemmtilegu myndbandi sem Alvogen vann fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun. KR varð bikarmeistari árið 1966 en árið 1990 hafði Valur betur. Þurfti vítaspyrnukeppni til þess að útkljá leik liðanna sem fór fram í myrkri eins og og sjá má hér. „Þetta voru alltaf skemmtilegir leikir, nágrannaslagur af bestu gerð,“ sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, um árabil og tók Þorgrímur í sama streng. „KR var með stjörnum prýtt lið árið 1990 og KR gat unnið þetta 5-1 eða 6-1 en við náðum að hanga í 1-1 og fá annan leik, myrkraleikinn fræga,“ sagði Þorgrímur en Valur var seinni leik liðanna í vítaspyrnukeppni sem fór fram í myrkri. „Við vorum betri aðilinn, við sóttum meira og fengum færin en höfðum þetta ekki og það var mjög sárt að tapa þessu í vítaspyrnukeppni,“ sagði Þormóður en Þorgrímur sagði margt eftirminnilegt frá þessu. „Ég man alltaf eftir fyrirsögn Morgunblaðsins daginn eftir. Þar stóð þjófnaður sem var örlítið sárt en kannski satt. Þetta voru sætir leikir og góðir fyrir Val í minningunni.“ Báðir hvöttu þeir stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn á morgun og sögðu tilfinninguna að spila í jafn stórum leik ótrúlega. „Það skiptir máli fyrir leikmennina að heyra í stuðningsmönnunum þegar þeir labba inn á, það fyllir þá stolti og vilja til að gera betur. Það skiptir máli að mæta í völlinn og vera ófeiminn að hvetja lið sitt. Þetta eru tvö góð fótboltalið og það lið sem nær að einbeita sér betur í leiknum held ég að hafi betur,“ sagði Þormóður. „Ég á von á troðfullri stúku, stemmingu og markaleik,“ sagði Þorgrímur að lokum en myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15 Aðeins eitt ár frá síðasta bikarmeistaratitli KR-inga | Myndband Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun með myndböndum frá fyrri bikarúrslitaleikjum. Árið 2014 varð KR bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík. 14. ágúst 2015 15:00 Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15
Aðeins eitt ár frá síðasta bikarmeistaratitli KR-inga | Myndband Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun með myndböndum frá fyrri bikarúrslitaleikjum. Árið 2014 varð KR bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík. 14. ágúst 2015 15:00