Stefna að aukinni notkun dróna Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2015 08:24 Dróni af gerðinni Reaper á flugi yfir Nígeríu. Vísir/AFP Heryfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að auka notkun dróna um helming á næstu árum. Ástæður þessa eru aukin umsvif og aukinn hernaðarmáttur Kínverja sem og aukin árásargirni Rússa. Ákveðið hefur verið að leyfa landhernum að fljúga drónum en almennir borgara sem vinna sem verktakar fyrir herinn munu einnig fljúga drónum. Það er gert þar sem álag á drónaflugmenn flughers Bandaríkjanna er þegar of mikið og var nýlega farið fram á að flugferðum yrði fækkað. Drónar eru notaðir í hernaðarlegum tilgangi um 65 sinnum á degi hverjum. Háttsettir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að þrátt fyrir að hingað til hafi drónar að mestu verið notaðir gegn hryðjuverkamönnum og til þess að afla upplýsinga yfir átakasvæðum, gæti það breyst á næstu árum. Horft er til aukinnar árásargirni Rússa og aukinna aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi. Háttsettir leiðtogar herafla Bandaríkjanna og þar á meðal verðandi yfirmaður bandaríska herráðsins, hafa sagt að Rússland sé nú stærsta öryggisógn Bandaríkjanna. Sérsveitir Bandaríkjanna og verktakar myndu stýra óvopnuðum drónum og nota þá til að afla upplýsinga í um tíu ferðum á dag. Herinn myndi fljúga um 16 ferðir. Flugher Bandaríkjanna myndi stýra um 60 flugum. Fyrir nokkrum árum var talið að draga myndi úr þörfinni fyrir dróna með lokum þátttöku Bandaríkjanna í hernaði í Afganistan og Írak. Hins vegar hefur þörfin einungis aukist. Meðal annars vegna stækkunar Íslamska ríkisins og aukinna umsvifa hryðjuverkahópa í Afríku. Flugher Bandaríkjanna hefur nú þjálfað um 180 nýja flugmenn á ári hverju, en þörfin er komin upp í um 300 flugmenn á ári. Hernum og verktökum er ætlað að draga úr álagi á flugherinn á meðan fleiri flugmenn eru þjálfaðir. Suður-Kínahaf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Heryfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að auka notkun dróna um helming á næstu árum. Ástæður þessa eru aukin umsvif og aukinn hernaðarmáttur Kínverja sem og aukin árásargirni Rússa. Ákveðið hefur verið að leyfa landhernum að fljúga drónum en almennir borgara sem vinna sem verktakar fyrir herinn munu einnig fljúga drónum. Það er gert þar sem álag á drónaflugmenn flughers Bandaríkjanna er þegar of mikið og var nýlega farið fram á að flugferðum yrði fækkað. Drónar eru notaðir í hernaðarlegum tilgangi um 65 sinnum á degi hverjum. Háttsettir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að þrátt fyrir að hingað til hafi drónar að mestu verið notaðir gegn hryðjuverkamönnum og til þess að afla upplýsinga yfir átakasvæðum, gæti það breyst á næstu árum. Horft er til aukinnar árásargirni Rússa og aukinna aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi. Háttsettir leiðtogar herafla Bandaríkjanna og þar á meðal verðandi yfirmaður bandaríska herráðsins, hafa sagt að Rússland sé nú stærsta öryggisógn Bandaríkjanna. Sérsveitir Bandaríkjanna og verktakar myndu stýra óvopnuðum drónum og nota þá til að afla upplýsinga í um tíu ferðum á dag. Herinn myndi fljúga um 16 ferðir. Flugher Bandaríkjanna myndi stýra um 60 flugum. Fyrir nokkrum árum var talið að draga myndi úr þörfinni fyrir dróna með lokum þátttöku Bandaríkjanna í hernaði í Afganistan og Írak. Hins vegar hefur þörfin einungis aukist. Meðal annars vegna stækkunar Íslamska ríkisins og aukinna umsvifa hryðjuverkahópa í Afríku. Flugher Bandaríkjanna hefur nú þjálfað um 180 nýja flugmenn á ári hverju, en þörfin er komin upp í um 300 flugmenn á ári. Hernum og verktökum er ætlað að draga úr álagi á flugherinn á meðan fleiri flugmenn eru þjálfaðir.
Suður-Kínahaf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira